Starfsmenn Google gengu út Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 13:12 Starfsstöðvar Google tæmdust víða í dag. Getty/Niall Carson Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. Ástæðan er það sem þeir segja vera forkastanleg framkoma fyrirtækisins við konur. Starfsmenninir krefjast þess að Google geri nokkrar grundvallarbreytingar á því hvernig fyrirtækið tekur á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þeirra á meðal er krafa um að mál af þessum toga verði ekki lengur leidd til lykta með samningaviðræðunum - sem myndi gera þolendum kleift að kæra gerendur til lögreglu. Haft er eftir forstjóra Google, Sundar Pichai, á vef breska ríkisútvarpsins að hann sýni mótmælaaðgerðunum skilning. „Ég átta mig á þeirri reiði og þeim vonbrigðum sem mörg ykkar bera í brjósti,“ er Pichai sagður hafa skrifað í tölvupósti til starfsmanna. Í póstinum segist hann jafnframt lofa því að breytingar verði gerðar í þessum málum hjá Google á næstunni. Þrátt fyrir að bág staða kvenna í tæknigeiranum hafi reglulega verið til umræðu á síðustu árum eru mótmælaaðgerðir dagsins einna helst raktar til nýlegra vendinga. New York Times greindi frá því í síðustu viku að Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, hafi fengið 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014. Þrátt fyrir að honum hafi verið sparkað vegna ásakana um kynferðisbrot er hann sagður hafa verið „kvaddur sem hetja.“ Alls hefur Google rekið 48 manns vegna ásakana um kynferðislegt áreiti á síðustu tveimur árum. Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins í Zürich, Lundúnum, Tókýó, Singapúr og Berlín eru meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum í dag. Google Tengdar fréttir Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. 25. október 2018 14:45 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. Ástæðan er það sem þeir segja vera forkastanleg framkoma fyrirtækisins við konur. Starfsmenninir krefjast þess að Google geri nokkrar grundvallarbreytingar á því hvernig fyrirtækið tekur á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þeirra á meðal er krafa um að mál af þessum toga verði ekki lengur leidd til lykta með samningaviðræðunum - sem myndi gera þolendum kleift að kæra gerendur til lögreglu. Haft er eftir forstjóra Google, Sundar Pichai, á vef breska ríkisútvarpsins að hann sýni mótmælaaðgerðunum skilning. „Ég átta mig á þeirri reiði og þeim vonbrigðum sem mörg ykkar bera í brjósti,“ er Pichai sagður hafa skrifað í tölvupósti til starfsmanna. Í póstinum segist hann jafnframt lofa því að breytingar verði gerðar í þessum málum hjá Google á næstunni. Þrátt fyrir að bág staða kvenna í tæknigeiranum hafi reglulega verið til umræðu á síðustu árum eru mótmælaaðgerðir dagsins einna helst raktar til nýlegra vendinga. New York Times greindi frá því í síðustu viku að Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, hafi fengið 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014. Þrátt fyrir að honum hafi verið sparkað vegna ásakana um kynferðisbrot er hann sagður hafa verið „kvaddur sem hetja.“ Alls hefur Google rekið 48 manns vegna ásakana um kynferðislegt áreiti á síðustu tveimur árum. Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins í Zürich, Lundúnum, Tókýó, Singapúr og Berlín eru meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum í dag.
Google Tengdar fréttir Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. 25. október 2018 14:45 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. 25. október 2018 14:45
Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07
Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31