Viðskipti erlent

Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni

Samúel Karl Ólason skrifar
Andy Rubin árið 2013, þegar hann starfaði fyrir Google.
Andy Rubin árið 2013, þegar hann starfaði fyrir Google. Getty/Bloomberg

Tæknirisinn Google hefur rekið 48 manns vegna ásakana um kynferðislegt áreiti á síðustu tveimur árum. Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni.

Pichai sendi frá sér bréfið í kjölfar fréttar New York Times um að Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið sem er í hvað vinsælast í símum, fékk 90 milljónir dala þegar hann var látinn fara frá fyrirtækinu árið 2014 og er hann sagður hafa verið kvaddur eins og hetja. Þrátt fyrir að hann hefði verið sakaður um kynferðisbrot.

Starfsmaður Google sakaði Rubin um að hafa þvingað sig til munnmaka á hótelherbergi árið 2013. Heimildarmenn New York Times sögðu Google hafa rannsakað ásökunina og metið hana trúverðuga.

Pichai sagði það hafa verið erfitt að lesa fréttina og að forsvarsmönnum Google væri alvara um að stofna öruggt og fjölbreytt starfsumhverfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,11
26
629.105
LEQ
1,44
1
591
MAREL
0,96
31
765.014
SKEL
0,91
2
24.990
REGINN
0,88
5
68.075

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,35
34
336.722
HAGA
-2,73
7
74.017
VIS
-1,02
10
119.531
HEIMA
-0,88
5
13.362
ORIGO
-0,57
3
12.922
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.