Allt í plasti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar