Viðskipti innlent

Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skúli Mogensen þakkar fyrir kveðjurnar sem honum hafa borist eftir að greint var frá fyrirhugaðri sameiningu WOW og Icelandair.
Skúli Mogensen þakkar fyrir kveðjurnar sem honum hafa borist eftir að greint var frá fyrirhugaðri sameiningu WOW og Icelandair. Getty/bloomberg
Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun.Í færslu á Facebook segir Skúli að augljóst sé að salan hafi ekki verið í upprunalegu áformum hans. Ákvörðunin hafi hins vegar, í ljósi aðstæðna, verið talin best til þess fallin að tryggja áframhaldandi rekstur WOW.Eins og áður hefur komið fram verður áfram flogið undir merkjum WOW og Icelandair eftir samrunann. Skúli segist sannfærður um að áframhaldandi vöxtur sé í kortunum fyrir bæði vörumerkin og að samruninn muni leiða til „sterks, sjálfbærs og alþjóðlegs flugfélags sem muni spjara sig vel í sífellt harðari samkeppni í fluggeiranum.“Hann segist stoltur af þeim starfsmönnum sem lagt hafa fyrirtækinu lið á undanförnum sjö árum. Þeir hafa ítrekað staðið af sér úrtöluraddir í samkeppni við mörg af stærstu flugfélögum heims.„Ég er 100% ákveðinn í að sjá til þess að næsta skref í sögu WOW verði farsælt og að starfsfólk okkar muni halda áfram að bjóða upp á nýjar lausnir og tryggja viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu á góðu verði,“ skrifar Skúli og þakkar fyrir hlýhuginn sem honum hefur verið sýndur síðustu daga.Færslu hans má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla

Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group.

Kaupin minnka hættuna á stóráföllum

Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.