Nýju körfuboltastrákarnir hjá Duke lofa svo sannarlega góðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 11:30 Zion Williamson á ferðinni í nótt. Vísir/Getty Bandaríski háskólakörfuboltinn er kominn af stað en það biðu margir spenntir eftir leik Duke og Kentucky í nótt. Duke teflir nú fram þremur mjög spennandi nýliðum og þeir stóðust allar væntingarnar í fyrsta leik. RJ Barrett, Zion Williamson og Cam Reddish völdu allir að fara í Duke en flest allir bestu skólar Bandaríkjanna voru á eftir þeim. Duke vann 118-84 stórsigur á Kentucky í fyrsta leik en fyrir leikinn var einu sæti ofar á styrkleikalistanum enda skipað mörgum mjög frambærilegum leikmönnum. Staða liðanna á styrkleikalistanum breytist pottþétt á næsta lista. Duke var miklu betra á öllum sviðum og fór mjög illa með lærisveina John Calipari í þessum 34 stiga sigri. „Það kom okkur ekki á óvart að við unnum svona stórt. Við vitum hvað við getum. Við sjáum það á æfingum á hverjum degi,“ sagði RJ Barrett. Nýliðarnir þrír skoruðu saman 83 stig í leiknum en þeir RJ Barrett (33 stig) og Zion Williamson (28 stig) eru nú þeir tveir sem hafa skorað mest í sínum fyrsta leik með Duke háskólanum.Ballin’ on the biggest stage. pic.twitter.com/8hr9h5olbZ — Duke Basketball (@DukeMBB) November 7, 2018Þetta eru engir venjulegir nýliðar og það eina slæma við það er að Duke mun væntanlega aðeins njóta góðs af þeim í eitt ár því eftir það munu þeir eflaust reyna fyrir sér í NBA. RJ Barrett var álitinn besti leikmaðurinn sem er að koma inn í háskólaboltann í vetur en mikið hefur einnig verið skrifað og talað um Zion Williamson sem er fyrir löngu orðinn Youtube stjarna fyrir rosalega tilþrif sín inn á menntaskólaferlinum. Hér fyrir neðan má sjá fimm flottustu tilþrifin frá leikmönnum Duke í nótt.Tough decisions. #DukeMBBTop5pic.twitter.com/27aQzybII1 — Duke Basketball (@DukeMBB) November 7, 2018 Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
Bandaríski háskólakörfuboltinn er kominn af stað en það biðu margir spenntir eftir leik Duke og Kentucky í nótt. Duke teflir nú fram þremur mjög spennandi nýliðum og þeir stóðust allar væntingarnar í fyrsta leik. RJ Barrett, Zion Williamson og Cam Reddish völdu allir að fara í Duke en flest allir bestu skólar Bandaríkjanna voru á eftir þeim. Duke vann 118-84 stórsigur á Kentucky í fyrsta leik en fyrir leikinn var einu sæti ofar á styrkleikalistanum enda skipað mörgum mjög frambærilegum leikmönnum. Staða liðanna á styrkleikalistanum breytist pottþétt á næsta lista. Duke var miklu betra á öllum sviðum og fór mjög illa með lærisveina John Calipari í þessum 34 stiga sigri. „Það kom okkur ekki á óvart að við unnum svona stórt. Við vitum hvað við getum. Við sjáum það á æfingum á hverjum degi,“ sagði RJ Barrett. Nýliðarnir þrír skoruðu saman 83 stig í leiknum en þeir RJ Barrett (33 stig) og Zion Williamson (28 stig) eru nú þeir tveir sem hafa skorað mest í sínum fyrsta leik með Duke háskólanum.Ballin’ on the biggest stage. pic.twitter.com/8hr9h5olbZ — Duke Basketball (@DukeMBB) November 7, 2018Þetta eru engir venjulegir nýliðar og það eina slæma við það er að Duke mun væntanlega aðeins njóta góðs af þeim í eitt ár því eftir það munu þeir eflaust reyna fyrir sér í NBA. RJ Barrett var álitinn besti leikmaðurinn sem er að koma inn í háskólaboltann í vetur en mikið hefur einnig verið skrifað og talað um Zion Williamson sem er fyrir löngu orðinn Youtube stjarna fyrir rosalega tilþrif sín inn á menntaskólaferlinum. Hér fyrir neðan má sjá fimm flottustu tilþrifin frá leikmönnum Duke í nótt.Tough decisions. #DukeMBBTop5pic.twitter.com/27aQzybII1 — Duke Basketball (@DukeMBB) November 7, 2018
Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira