Körfubolti

Nýju körfuboltastrákarnir hjá Duke lofa svo sannarlega góðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zion Williamson á ferðinni í nótt.
Zion Williamson á ferðinni í nótt. Vísir/Getty
Bandaríski háskólakörfuboltinn er kominn af stað en það biðu margir spenntir eftir leik Duke og Kentucky í nótt. Duke teflir nú fram þremur mjög spennandi nýliðum og þeir stóðust allar væntingarnar í fyrsta leik.

RJ Barrett, Zion Williamson og Cam Reddish völdu allir að fara í Duke en flest allir bestu skólar Bandaríkjanna voru á eftir þeim.

Duke vann 118-84 stórsigur á Kentucky í fyrsta leik en fyrir leikinn var einu sæti ofar á styrkleikalistanum enda skipað mörgum mjög frambærilegum leikmönnum. Staða liðanna á styrkleikalistanum breytist pottþétt á næsta lista.

Duke var miklu betra á öllum sviðum og fór mjög illa með lærisveina John Calipari í þessum 34 stiga sigri. „Það kom okkur ekki á óvart að við unnum svona stórt. Við vitum hvað við getum. Við sjáum það á æfingum á hverjum degi,“ sagði RJ Barrett.

Nýliðarnir þrír skoruðu saman 83 stig í leiknum en þeir RJ Barrett (33 stig) og Zion Williamson (28 stig) eru nú þeir tveir sem hafa skorað mest í sínum fyrsta leik með Duke háskólanum.





Þetta eru engir venjulegir nýliðar og það eina slæma við það er að Duke mun væntanlega aðeins njóta góðs af þeim í eitt ár því eftir það munu þeir eflaust reyna fyrir sér í NBA.

RJ Barrett var álitinn besti leikmaðurinn sem er að koma inn í háskólaboltann í vetur en mikið hefur einnig verið skrifað og talað um Zion Williamson sem er fyrir löngu orðinn Youtube stjarna fyrir rosalega tilþrif sín inn á menntaskólaferlinum.

Hér fyrir neðan má sjá fimm flottustu tilþrifin frá leikmönnum Duke í nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×