Bjóðum börnin velkomin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun