Allt upp á borð! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. nóvember 2018 21:48 Borgarkerfið með allar nefndir sínar og ráð er að mörgu leyti eins og frumskógur. Iðulega er spurt um hve margir starfs- og stýrihópar eða nefndir starfa og hvort seta í þeim sé launuð. Eins er spurt um setu borgarfulltrúa í stjórnum og hvað sé greitt fyrir það. Það er mjög mikilvægt til að skapa traust og trúverðugleika að allar upplýsingar um þetta séu aðgengilegar. Beðið hefur verið um að nákvæmt yfirlit yfir allar nefndir, ráð og hópa á vegum borgarinnar verði birt á vef borgarinnar. Þar skulu jafnframt koma fram upplýsingar um það hvort um launaða setu er að ræða og ef svo er, hver er upphæð þóknanna. Þetta yfirlit þarf að vera aðgengilegt og auðfundið á vef borgarinnar sem og uppfært reglulega. Til að auka trúverðugleika almennt séð er þrennt sem skiptir mestu máli. Það er gegnsæi, heiðarleiki og lýðræðisleg vinnubrögð. Til að eyða efasemdum og vantrausti er fátt eins öflugt og að veita ýtarlegar upplýsingar um hlutina og gera það af heiðarleika og einurð. Það sem við viljum vita og spurt hefur verið um er eftirfarandi: 1. Upplýsingar um allar nefndir aðrar en fastanefndir, ráð og hve margir stýri- og starfshópar starfa á vegum borgarinnar? 2. Upplýsingar um stjórnarsetu borgarfulltrúa og þóknun fyrir þær? 3. Hvaða nefndir/hópar, stjórnir eru launaðar og hver er þóknunin? 4. Hve margir þiggja þóknanir vegna setu í nefndum, ráðum, hópum og stjórnum á vegum borgarinnar?Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarkerfið með allar nefndir sínar og ráð er að mörgu leyti eins og frumskógur. Iðulega er spurt um hve margir starfs- og stýrihópar eða nefndir starfa og hvort seta í þeim sé launuð. Eins er spurt um setu borgarfulltrúa í stjórnum og hvað sé greitt fyrir það. Það er mjög mikilvægt til að skapa traust og trúverðugleika að allar upplýsingar um þetta séu aðgengilegar. Beðið hefur verið um að nákvæmt yfirlit yfir allar nefndir, ráð og hópa á vegum borgarinnar verði birt á vef borgarinnar. Þar skulu jafnframt koma fram upplýsingar um það hvort um launaða setu er að ræða og ef svo er, hver er upphæð þóknanna. Þetta yfirlit þarf að vera aðgengilegt og auðfundið á vef borgarinnar sem og uppfært reglulega. Til að auka trúverðugleika almennt séð er þrennt sem skiptir mestu máli. Það er gegnsæi, heiðarleiki og lýðræðisleg vinnubrögð. Til að eyða efasemdum og vantrausti er fátt eins öflugt og að veita ýtarlegar upplýsingar um hlutina og gera það af heiðarleika og einurð. Það sem við viljum vita og spurt hefur verið um er eftirfarandi: 1. Upplýsingar um allar nefndir aðrar en fastanefndir, ráð og hve margir stýri- og starfshópar starfa á vegum borgarinnar? 2. Upplýsingar um stjórnarsetu borgarfulltrúa og þóknun fyrir þær? 3. Hvaða nefndir/hópar, stjórnir eru launaðar og hver er þóknunin? 4. Hve margir þiggja þóknanir vegna setu í nefndum, ráðum, hópum og stjórnum á vegum borgarinnar?Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar