Óska eftir formlegri undanþágu frá lánaskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 23:16 Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00
„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38
Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20