Körfubolti

Alawoya leysir King af sem fer í fæðingarorlof

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alawoya fagnar í Grindavík ásamt Kristófer Acox.
Alawoya fagnar í Grindavík ásamt Kristófer Acox.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls staðfesti í dag að PJ Alawoya, fyrrum leikmaður KR, væri á leið í herbúðir félagsins.

Lykilleikmaður Stólanna, Urald King, er á leið til Bandaríkjanna í fæðingarorlof. Unnusta hans á von á sér fljótlega og King vill eðlilega vera viðstaddur fæðinguna. Hann fær því frí fram yfir áramót.

„Stjórn Kkd Tindastóls hefur samþykkt þessa ósk Urald King enda er fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi,“ segir í yfirlýsingu Stólanna.

Alawoya var í herbúðum KR á síðasta ári og spilaði 19 leiki með KR-ingum. Hann var með 15 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik.

Hans stærsta stund í KR-búningnum kom í ótrúlegum leik í Grindavík. Það er vel þess virði að rifja hana upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×