Handbolti

Haukasigur á Selfossi þrátt fyrir tólf mörk frá Hrafnhildi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur setti tólf mörk í kvöld.
Hrafnhildur setti tólf mörk í kvöld. vísir/ernir
Haukar eru að komast á skrið í Olís-deild kvenna en þær unnu nokkuð þægilegan sigur á Selfyssingum, 27-25, í kvöld.

Haukarnir voru 14-10 yfir í hálfleik og voru komnar í fín mál um miðjan síðari hálfleikinn en gáfu svo aðeins eftir.

Munurinn varð svo að endingu tvö mörk en Maria Pereira átti stórleik fyrir Hauka og gerði sjö mörk. Næst kom Turid Arge með fimm.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í sérflokki í liði Selfyssinga en hún skoraði tólf mörk, nærri helming marka Selfyssinga.

Haukarnir eru því komnir upp að hlið HK og KA/Þór í fjórða til sjötta sæti deildarinnar með sex stig en Selfoss er á botninum með eitt stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.