Körfubolti

Arnar sagði Reggie ekki svo góðan skotmann sem svaraði með risa þrist

Anton Ingi Leifsson skrifar
Reggie Dupree spilaði lykil hlutverk í því að Keflavík náði að klára Stjörnuna í hörkuleik í Dominos-deildinni á föstudagskvöldið.

Reggie setti niður risa þrist og kom Keflavík yfir er innan við mínúta var eftir af leiknum. Skömmu áður hafði Arnar Guðjónsson tekið leikhlé þar sem hann sagði Reggie ekki svo góðan skotmann.

Kjartan Atli Kjartansson, Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson fóru yfir þetta allt saman í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið.

Afraksturinn má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×