Tólf þúsund Norðmenn í næturgöngu til að minna á Heimsmarkmiðin Heimsljós kynnir 29. október 2018 14:00 Christofer Krook fyrir NORAD Eftir að myrkur skall á í Osló, höfuðborg Noregs, síðastliðið laugardagskvöld þrömmuðu um tólf þúsund manns upp Ekebergásinn til þess að minna á sautján Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ekebergásinn er á að giska tvöföld Öskjuhlíð í Osló en Norðmenn hafa á síðustu árum farið í fjölmargar fjallagöngur að kvöldlagi með luktir á höfði til að halda á lofti Heimsmarkmiðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem slík kvöldganga er farin í Osló. „Við höfum skipulagt næturgöngur um allan Noreg til að vekja Norðmenn til umhugsunar um mikilvægustu áætlun heimsins. Það er algerlega magnað að rúmlega tólf þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í Osló á kaldasta haustkvöldi ársins,“ segir Jon Lomøy framkvæmdastjóri NORAD, norskrar fræða- og eftirlitsstofnunar um þróunarsamvinnu.„Fólk safnaðist saman rétt fyrir klukkan sjö á laugardagskvöldið við ástarstíginn svokallaða sem liggur í bugðum upp hlíðina, upplýstur af sautján stórum tengingum með jafnmörgum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Gunnar Salvarsson sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu sem tók þátt í göngunni. „Þar sem sjálfri göngunni lauk var komið fyrir risastóru sviði og boðið upp á ávörp, kvikmyndabrot um Heimsmarkmiðin og tónleika með hipp-hopp listamönnunum Arif og Lars Vaular. Norðmenn drógu upp bakpokum sínum heitt vatn, berjadrykki og kex og héldu þannig á sér hita í næturhúminu þar sem hitastigið dansaði í kringum núll gráðurnar,“ bætir hann við.Norðmenn hafa notað þessa aðferð til að kynna Heimsmarkmiðin fyrir norsku þjóðinni en myndir af þúsundum upplýstum göngumönnnum á fjöllum í Noregi hafa vakið mikla athygli á síðustu árum. Næturgöngurnar hafa líka aukið vitneskju meðal norsku þjóðarinnar á Heimsmarkmiðunum og samkvæmt norsku Hagstofunni þekkir nú annar hver Norðmaður til markmiðanna en fyrir tveimur árum kváðust aðeins 35% þekkja til þeirra. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup hér heima, sem gerð var síðastliðið vor, kváðust 57,4% Íslendinga þekkja eða hafa heyrt um Heimsmarkmiðin. Alls hafa 37 þúsund manns tekið þátt í þessum viðburðum í Noregi og meðal fjalla sem hafa verið klifin eru Gaustatoppen, Keiservarden í Bodø og Aksla við Álasund. NORAD og borgarstjórn Osló stóðu að göngunni upp Ekebergásinn í samstarfi við eigendur svæðisins. Þá komu sjálfboðaliðar frá ýmiss konar frjálsum félagasamtökum að undirbúningi og skipulagningu þessa vel heppnaða viðburðar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent
Eftir að myrkur skall á í Osló, höfuðborg Noregs, síðastliðið laugardagskvöld þrömmuðu um tólf þúsund manns upp Ekebergásinn til þess að minna á sautján Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ekebergásinn er á að giska tvöföld Öskjuhlíð í Osló en Norðmenn hafa á síðustu árum farið í fjölmargar fjallagöngur að kvöldlagi með luktir á höfði til að halda á lofti Heimsmarkmiðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem slík kvöldganga er farin í Osló. „Við höfum skipulagt næturgöngur um allan Noreg til að vekja Norðmenn til umhugsunar um mikilvægustu áætlun heimsins. Það er algerlega magnað að rúmlega tólf þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í Osló á kaldasta haustkvöldi ársins,“ segir Jon Lomøy framkvæmdastjóri NORAD, norskrar fræða- og eftirlitsstofnunar um þróunarsamvinnu.„Fólk safnaðist saman rétt fyrir klukkan sjö á laugardagskvöldið við ástarstíginn svokallaða sem liggur í bugðum upp hlíðina, upplýstur af sautján stórum tengingum með jafnmörgum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Gunnar Salvarsson sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu sem tók þátt í göngunni. „Þar sem sjálfri göngunni lauk var komið fyrir risastóru sviði og boðið upp á ávörp, kvikmyndabrot um Heimsmarkmiðin og tónleika með hipp-hopp listamönnunum Arif og Lars Vaular. Norðmenn drógu upp bakpokum sínum heitt vatn, berjadrykki og kex og héldu þannig á sér hita í næturhúminu þar sem hitastigið dansaði í kringum núll gráðurnar,“ bætir hann við.Norðmenn hafa notað þessa aðferð til að kynna Heimsmarkmiðin fyrir norsku þjóðinni en myndir af þúsundum upplýstum göngumönnnum á fjöllum í Noregi hafa vakið mikla athygli á síðustu árum. Næturgöngurnar hafa líka aukið vitneskju meðal norsku þjóðarinnar á Heimsmarkmiðunum og samkvæmt norsku Hagstofunni þekkir nú annar hver Norðmaður til markmiðanna en fyrir tveimur árum kváðust aðeins 35% þekkja til þeirra. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup hér heima, sem gerð var síðastliðið vor, kváðust 57,4% Íslendinga þekkja eða hafa heyrt um Heimsmarkmiðin. Alls hafa 37 þúsund manns tekið þátt í þessum viðburðum í Noregi og meðal fjalla sem hafa verið klifin eru Gaustatoppen, Keiservarden í Bodø og Aksla við Álasund. NORAD og borgarstjórn Osló stóðu að göngunni upp Ekebergásinn í samstarfi við eigendur svæðisins. Þá komu sjálfboðaliðar frá ýmiss konar frjálsum félagasamtökum að undirbúningi og skipulagningu þessa vel heppnaða viðburðar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent