Sverrir Þór: Fengum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue höllinni skrifar 12. október 2018 22:39 Sverrir Þór var ánægður með sigur sinna manna Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“ Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira