Viðskipti innlent

„Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum en öðrum“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.
Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag. Vísir/Vilhelm

Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. Það sé því ekki rétt sem Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hélt fram um meint okur verslunarkeðjunnar hér á landi.

Gylfi sagði það liggja í augum uppi að H&M væri dýrara hér á landi en í Noregi - „það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ sagði Gylfi á Facebook og lét þannig í veðri vaka að verslunin væri sérstaklega að okra á Íslendingum.

Sjá einnig: Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi

H&M segir það alrangt hjá dósentinum. „Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum heldur en öðrum,“ segir í yfirlýsingu sem verslunarkeðjan sendi Vísi. H&M vilji þar að auki árétta að „dæmið er flóknara en það að bera saman tölur á verðmiða,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni.

„Þættir eins og flutningskostnaður, skattar og fleira hafa áhrif á verðið og eitthvað sem þarf að taka með í reikninginn þegar verið að setja sjálfbæra verðstefnu fyrir markaðina okkar.“

Verslunin segist þar að auki gera reglulegar verðkannannir og þær gefi til kynna að H&M sé samkeppnishæf á íslenskum markaði - „við bjóðum upp á tísku og gæði á besta verðinu, á sjálfbæran hátt“
 
 

H&M

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,27
1
338
ARION
0,18
1
1.500
SKEL
0
1
11.100
ICEAIR
0
3
433

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-3,85
3
15.831
SYN
-3,11
1
8.120
BRIM
-2,85
1
11
ORIGO
-2,8
2
8.023
TM
-2,76
1
14.100
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.