Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 22:47 Gylfi Magnússon, dósent við Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi. H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi.
H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03