Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 18:06 Ingvar Smári Birgisson með lögbannskröfuna fyrir utan skrifstofu sýslumanns á mánudaginn. Vísir/Vilhelm Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þetta staðfestir Ingvar Smári í samtali við Vísi. Ingvar Smári er lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Vefurinn Tekjur.is fór í loftið á föstudaginn en á honum er hægt að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum allra þeirra Íslendinga sem hafa náð átján ára aldri. Upplýsingarnar má nálgast með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 krónur fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 krónur á mánuði eftir það.Almennt úrræða er tiltækt Í úrskurði sýslumanns segir að ekki sé talið að skilyrði lögbanns séu fyrir hendi og beiðninni því hafnað. Þar segir að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar og samkvæmt lögum hafi Persínuvernd heimild til að fela lögreglustjóra að stöðva til bráðabirgða starfsemina og innsigla starfstöð, komi í ljós að fram fari vinnsla persónuupplýsinga sem brjóti í bága við lög. Lögbann sé neyðarúrræði og verði að telja ófært að því sé beitt í tilvikum þar sem almenn úrræði geti komið að halda. „Fyrir liggur að athöfn gerðarþola er þegar til skoðunar hjá viðeigandi stjórnvaldi og ákvörðunar að vænta. Með hliðsjón af framangreindu telur sýslumaður ekki tækt að beita lögbanni í máli þessu þar sem almennt urræði er tiltækt,“ segir í úrskurðinum.VonbrigðiIngvar Smári segir niðurstöðu sýslumanns vera vonbrigði með vísun til þess að í niðurstöðu sé fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti allra Íslendinga til friðhelgis einkalífs. „Aftur á móti telur sýslumaður að ég og aðrir munum ekki verða fyrir teljandi tjóni af því að bíða eftir dómsniðurstöðu. Síðan er vísað til þess – og það finnst mér líka ákveðin vonbrigði – að sýslumaður varpar ábyrgðinni yfir á Persónuvernd og heimilda þeirra til að stöðva atvinnurekstur ef hann brýtur gegn lögum um persónuvernd. Í þessari niðurstöðu er ekki verið að hafna rökstuðningi mínum og annarra heldur er verið að segja að við eigum að leita réttar okkar fyrir dómi. Í ljósi þess að sýslumaður tekur undir að brotið sé gegn lögvörðum rétti til einkalífs tel ég auðvitað nauðsynlegt að leita réttar míns fyrir dómi. Það verður skoðað nánar á morgun hvernig það verður útfært.“GagnsæiJón Ragnar Arnarson, stjórnarformaður Viskubrunns ehf., rekstraraðila síðunnar, sagði í yfirlýsingu á föstudag að tilgangur vefsins væri að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“ Í kröfu Ingvars Smára sagði að Viskubrunnur ehf. hætti vinnslu persónuupplýsinga og verði gert að eyða upplýsingunum. Hann telur 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt túlkaða alltof vítt í tilviki forsvarsmanna Tekjur.is.Fréttin hefur verið uppfærð. Persónuvernd Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Lögmaðurinn kunni svarar nú fyrir vefinn og það sem að honum snýr. 16. október 2018 10:17 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þetta staðfestir Ingvar Smári í samtali við Vísi. Ingvar Smári er lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Vefurinn Tekjur.is fór í loftið á föstudaginn en á honum er hægt að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum allra þeirra Íslendinga sem hafa náð átján ára aldri. Upplýsingarnar má nálgast með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 krónur fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 krónur á mánuði eftir það.Almennt úrræða er tiltækt Í úrskurði sýslumanns segir að ekki sé talið að skilyrði lögbanns séu fyrir hendi og beiðninni því hafnað. Þar segir að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar og samkvæmt lögum hafi Persínuvernd heimild til að fela lögreglustjóra að stöðva til bráðabirgða starfsemina og innsigla starfstöð, komi í ljós að fram fari vinnsla persónuupplýsinga sem brjóti í bága við lög. Lögbann sé neyðarúrræði og verði að telja ófært að því sé beitt í tilvikum þar sem almenn úrræði geti komið að halda. „Fyrir liggur að athöfn gerðarþola er þegar til skoðunar hjá viðeigandi stjórnvaldi og ákvörðunar að vænta. Með hliðsjón af framangreindu telur sýslumaður ekki tækt að beita lögbanni í máli þessu þar sem almennt urræði er tiltækt,“ segir í úrskurðinum.VonbrigðiIngvar Smári segir niðurstöðu sýslumanns vera vonbrigði með vísun til þess að í niðurstöðu sé fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti allra Íslendinga til friðhelgis einkalífs. „Aftur á móti telur sýslumaður að ég og aðrir munum ekki verða fyrir teljandi tjóni af því að bíða eftir dómsniðurstöðu. Síðan er vísað til þess – og það finnst mér líka ákveðin vonbrigði – að sýslumaður varpar ábyrgðinni yfir á Persónuvernd og heimilda þeirra til að stöðva atvinnurekstur ef hann brýtur gegn lögum um persónuvernd. Í þessari niðurstöðu er ekki verið að hafna rökstuðningi mínum og annarra heldur er verið að segja að við eigum að leita réttar okkar fyrir dómi. Í ljósi þess að sýslumaður tekur undir að brotið sé gegn lögvörðum rétti til einkalífs tel ég auðvitað nauðsynlegt að leita réttar míns fyrir dómi. Það verður skoðað nánar á morgun hvernig það verður útfært.“GagnsæiJón Ragnar Arnarson, stjórnarformaður Viskubrunns ehf., rekstraraðila síðunnar, sagði í yfirlýsingu á föstudag að tilgangur vefsins væri að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“ Í kröfu Ingvars Smára sagði að Viskubrunnur ehf. hætti vinnslu persónuupplýsinga og verði gert að eyða upplýsingunum. Hann telur 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt túlkaða alltof vítt í tilviki forsvarsmanna Tekjur.is.Fréttin hefur verið uppfærð.
Persónuvernd Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Lögmaðurinn kunni svarar nú fyrir vefinn og það sem að honum snýr. 16. október 2018 10:17 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Lögmaðurinn kunni svarar nú fyrir vefinn og það sem að honum snýr. 16. október 2018 10:17
Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30