Keflavík endurheimtir Íslandsmeistaratitilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. október 2018 08:30 Bikarmeistararnir verða Íslandsmeistarar. vísir/bára Körfubolti Domino’s-deild kvenna í körfubolta hefst annað kvöld með heilli umferð. Haukar sem urðu Íslandsmeistarar síðasta vor hafa misst ansi stóran spón úr aski sínum og Fréttablaðið telur að Keflavík muni berjast við Snæfell um titilinn að þessu sinni.1. Keflavík Þrátt fyrir að hafa misst einn besta leikmann sinn í Thelmu Dís Ágústsdóttur og þjálfarann Sverri Þór Sverrisson telur Fréttablaðið að Keflavíkurliðið endurtaki leikinn frá því fyrir tveimur árum og bæti 17. titlinum í meistarasafnið. Fyrrverandi dómarinn Jón Guðmundsson tók við liðinu eftir að hafa náð góðum árangri með yngri flokka félagsins og heldur liðið flestum af lykilleikmönnum sínum frá því í fyrra. Þrír leikmenn bætast við, allt heimakonur en það gæti reynst dýrmætt að fá reynslumikinn leikmann líkt og Bryndísi Guðmundsdóttur inn í leikmannahópinn og Telmu Lind sem fékk stórt hlutverk hjá Breiðabliki á þremur árum sínum í Kópavogi.2. Snæfell Snæfell mætir til leiks með nýjan þjálfara í fyrsta sinn síðan Ingi Þór Steinþórsson tók við liðinu árið 2009, Baldur Þorleifsson tekur við liðinu af Inga og er ætlað að koma liðinu aftur í baráttu um titilinn. Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð hefur Snæfell misst af titlinum undanfarin tvö ár. Gunnhildur Gunnarsdóttir ætti að vera með frá fyrsta leik sem er mikill liðsstyrkur fyrir Snæfell eftir að hún missti af fyrri hluta tímabilsins í fyrra.3. Stjarnan Gríðarlega vel mannað lið, sótti liðsstyrk til keppinauta og hélt einum af bestu erlendu leikmönnum deildarinnar, bakverðinum Danielle Victoriu Rodriguez sem fær aukna hjálp í vetur sem ætti að gefa henni meira pláss og létta ábyrgðinni af henni í sóknarleiknum. Áhyggjuefni er að liðið veit ekki hvort landsliðsmiðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir snýr aftur á völlinn og þá hvert. Hún staðfesti í samtali við Karfan.is að hún væri enn frá vegna höfuðmeiðsla og hún væri í fríi frá körfubolta þótt að hún stefndi að því að koma aftur til leiks.4. Valur Valur tók næsta skref sem lið á síðasta tímabili, fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Darra Freys Atlasonar, og komst alla leið í úrslitaleikinn þar sem Valskonur þurftu að horfa á eftir titlinum til Hauka eftir oddaleik. Þær verða án Elínar Sóleyjar Hrafnkelsdóttur sem er komin í bandaríska háskólakörfuboltann og miðherjinn Ragnheiður Benónýsdóttir samdi við Stjörnuna. Brooke Johnson, sem er öflugur varnarmaður, er ætlað að leysa Aalyah Whiteside af hólmi en fróðlegt verður að sjá hvort að hún verður jafn öflug og Aalyah í sóknarleik Vals.5. Haukar Haukakonur unnu fjórða Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í vor en mæta með gjörbreytt lið til leiks í haust undir stjórn Ólafar Helgu Pálsdóttur. Ein besta körfuknattleikskona Íslands fyrr og síðar, Helena Sverrisdóttir er horfin á brott og missir liðið gríðarlega mikið í henni. Lele Hardy, einn besti erlendi leikmaður Íslands undanfarinn áratug, snýr aftur í Hauka frá Finnlandi og bætti liðið einnig við evrópskum leikmanni, Akvile Baronenaite. Hafnfirðingar hafa lítinn áhuga á að blanda sér í fallbaráttu aftur en gætu sogast niður í baráttuna.6. Skallagrímur Skallagrímur er eina liðið í deildinni sem er með fjóra erlenda leikmenn í sínum herbúðum sem gerir erfitt fyrir að spá um gengi liðsins. Carmen Tyson-Thomas er horfin á braut eftir að hafa borið sóknarleik Skallanna uppi og geta Borgnesingar leitað í fjölbreytilegri sóknarleik. Haldi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir rétt á spilunum gæti hún átt frábært tímabil í Borgarnesi og þarf hún að spila vel ef Skallagrímur ætlar langt. Að tefla fram fjórum erlendum leikmönnum er áhætta sem gæti vel borgað sig og Borgnesingar endað í úrslitakeppninni en gangi illa getur verið erfitt að hafa ekki sterkan kjarna Íslendinga til að leita til.7. KR KR er komið aftur upp í efstu deild undir stjórn Benedikts Guðmundssonar eftir þrjú ár í 1. deildinni þar sem ungir og efnilegir leikmenn liðsins fengu andrými til að þroskast og spila mikilvægar mínútur. Benedikt þekkir íslenskan körfubolta betur en flestir og undir hans stjórn tapaði liðið ekki leik í deildarkeppninni né úrslitarimmunni í fyrra. Það er stórt stökk að fara upp í Domino’s-deildina og er Benedikt eflaust búinn að undirbúa sínar stúlkur vel. KR fékk góðan liðsstyrk á dögunum þegar einn besti bakvörður finnsku deildarinnar, Kiana Johnson, samdi við KR.8. Blikar Blikar munu berjast við KR um að halda sæti sínu í deildinni. Hildur Sigurðardóttir er hætt eftir að hafa náð góðum árangri með liðið í fyrra og tók Margrét Sturludóttir við því. Þrír leikmenn sem byrjuðu alla leiki í fyrra og voru að spila hátt í þrjátíu mínútur í leik eru horfnir á brott en búið er að fylla í skörðin og bæta við leikmannahópinn ungum og efnilegum leikmönnum. Heimavöllurinn reyndist drjúgur í upphafi móts í fyrra þegar Blikar unnu sex af fyrstu sjö heimaleikjum sínum og þarf heimavöllurinn að vera öflugur í vetur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Körfubolti Domino’s-deild kvenna í körfubolta hefst annað kvöld með heilli umferð. Haukar sem urðu Íslandsmeistarar síðasta vor hafa misst ansi stóran spón úr aski sínum og Fréttablaðið telur að Keflavík muni berjast við Snæfell um titilinn að þessu sinni.1. Keflavík Þrátt fyrir að hafa misst einn besta leikmann sinn í Thelmu Dís Ágústsdóttur og þjálfarann Sverri Þór Sverrisson telur Fréttablaðið að Keflavíkurliðið endurtaki leikinn frá því fyrir tveimur árum og bæti 17. titlinum í meistarasafnið. Fyrrverandi dómarinn Jón Guðmundsson tók við liðinu eftir að hafa náð góðum árangri með yngri flokka félagsins og heldur liðið flestum af lykilleikmönnum sínum frá því í fyrra. Þrír leikmenn bætast við, allt heimakonur en það gæti reynst dýrmætt að fá reynslumikinn leikmann líkt og Bryndísi Guðmundsdóttur inn í leikmannahópinn og Telmu Lind sem fékk stórt hlutverk hjá Breiðabliki á þremur árum sínum í Kópavogi.2. Snæfell Snæfell mætir til leiks með nýjan þjálfara í fyrsta sinn síðan Ingi Þór Steinþórsson tók við liðinu árið 2009, Baldur Þorleifsson tekur við liðinu af Inga og er ætlað að koma liðinu aftur í baráttu um titilinn. Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð hefur Snæfell misst af titlinum undanfarin tvö ár. Gunnhildur Gunnarsdóttir ætti að vera með frá fyrsta leik sem er mikill liðsstyrkur fyrir Snæfell eftir að hún missti af fyrri hluta tímabilsins í fyrra.3. Stjarnan Gríðarlega vel mannað lið, sótti liðsstyrk til keppinauta og hélt einum af bestu erlendu leikmönnum deildarinnar, bakverðinum Danielle Victoriu Rodriguez sem fær aukna hjálp í vetur sem ætti að gefa henni meira pláss og létta ábyrgðinni af henni í sóknarleiknum. Áhyggjuefni er að liðið veit ekki hvort landsliðsmiðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir snýr aftur á völlinn og þá hvert. Hún staðfesti í samtali við Karfan.is að hún væri enn frá vegna höfuðmeiðsla og hún væri í fríi frá körfubolta þótt að hún stefndi að því að koma aftur til leiks.4. Valur Valur tók næsta skref sem lið á síðasta tímabili, fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Darra Freys Atlasonar, og komst alla leið í úrslitaleikinn þar sem Valskonur þurftu að horfa á eftir titlinum til Hauka eftir oddaleik. Þær verða án Elínar Sóleyjar Hrafnkelsdóttur sem er komin í bandaríska háskólakörfuboltann og miðherjinn Ragnheiður Benónýsdóttir samdi við Stjörnuna. Brooke Johnson, sem er öflugur varnarmaður, er ætlað að leysa Aalyah Whiteside af hólmi en fróðlegt verður að sjá hvort að hún verður jafn öflug og Aalyah í sóknarleik Vals.5. Haukar Haukakonur unnu fjórða Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í vor en mæta með gjörbreytt lið til leiks í haust undir stjórn Ólafar Helgu Pálsdóttur. Ein besta körfuknattleikskona Íslands fyrr og síðar, Helena Sverrisdóttir er horfin á brott og missir liðið gríðarlega mikið í henni. Lele Hardy, einn besti erlendi leikmaður Íslands undanfarinn áratug, snýr aftur í Hauka frá Finnlandi og bætti liðið einnig við evrópskum leikmanni, Akvile Baronenaite. Hafnfirðingar hafa lítinn áhuga á að blanda sér í fallbaráttu aftur en gætu sogast niður í baráttuna.6. Skallagrímur Skallagrímur er eina liðið í deildinni sem er með fjóra erlenda leikmenn í sínum herbúðum sem gerir erfitt fyrir að spá um gengi liðsins. Carmen Tyson-Thomas er horfin á braut eftir að hafa borið sóknarleik Skallanna uppi og geta Borgnesingar leitað í fjölbreytilegri sóknarleik. Haldi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir rétt á spilunum gæti hún átt frábært tímabil í Borgarnesi og þarf hún að spila vel ef Skallagrímur ætlar langt. Að tefla fram fjórum erlendum leikmönnum er áhætta sem gæti vel borgað sig og Borgnesingar endað í úrslitakeppninni en gangi illa getur verið erfitt að hafa ekki sterkan kjarna Íslendinga til að leita til.7. KR KR er komið aftur upp í efstu deild undir stjórn Benedikts Guðmundssonar eftir þrjú ár í 1. deildinni þar sem ungir og efnilegir leikmenn liðsins fengu andrými til að þroskast og spila mikilvægar mínútur. Benedikt þekkir íslenskan körfubolta betur en flestir og undir hans stjórn tapaði liðið ekki leik í deildarkeppninni né úrslitarimmunni í fyrra. Það er stórt stökk að fara upp í Domino’s-deildina og er Benedikt eflaust búinn að undirbúa sínar stúlkur vel. KR fékk góðan liðsstyrk á dögunum þegar einn besti bakvörður finnsku deildarinnar, Kiana Johnson, samdi við KR.8. Blikar Blikar munu berjast við KR um að halda sæti sínu í deildinni. Hildur Sigurðardóttir er hætt eftir að hafa náð góðum árangri með liðið í fyrra og tók Margrét Sturludóttir við því. Þrír leikmenn sem byrjuðu alla leiki í fyrra og voru að spila hátt í þrjátíu mínútur í leik eru horfnir á brott en búið er að fylla í skörðin og bæta við leikmannahópinn ungum og efnilegum leikmönnum. Heimavöllurinn reyndist drjúgur í upphafi móts í fyrra þegar Blikar unnu sex af fyrstu sjö heimaleikjum sínum og þarf heimavöllurinn að vera öflugur í vetur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira