Logi: Ég hef sett svona skot nokkrum sinnum niður áður Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 5. október 2018 22:53 Logi var frábær í kvöld. vísir/ernir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45