Körfubolti

Keflavík án stiga eftir tvo leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristen Denise McCarthy gerði 28 stig í kvöld.
Kristen Denise McCarthy gerði 28 stig í kvöld. vísir/ernir
Íslandsmeistaraefnin í Keflavík byrja tímabilið í Dominos-deild kvenna á tveimur tapleikjum í röð en liðið tapaði fyrir Snæfell, 87-75, í Stykkishólmi í kvöld.

Mikið var skorað í fyrsta leikluta en eftir hann leiddi Snæfell með fjórtán stiga mun, 34-20, en staðan í hálfleik var svo 50-36 fyrir heimastúlkum.

Snæfell vann einnig þriðja leikhlutann og var því með pálmann í höndunum fyrir síðasta leikhlutann sem þær kláruðu nokkuð sannfærandi.

Lokatölur urðu tólf stiga sigur Snæfell og því vandamál hjá Keflavík sem er án stiga eftir tvo fyrstu leikina í deildinni. Snæfell hins vegar með fjögur stig.

Kristen Denise McCarthy skoraði 28 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðendingar fyrir heimastúlkur og Helga Hjördís Björgvinsdóttir bætti við 20 stigum.

Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur og skoraði 35 stig. Að auki tók hún tólf fráköst og gaf sex stoðendingar. Bryndís Guðmunsdóttir kom næst með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×