Körfubolti

Körfuboltakvöld: Jebb Ivey gaf Guðmundi koss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur og Jeb fara yfir málin í gær.
Guðmundur og Jeb fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot

Fyrsta umferðin í Dominos-deild karla fór fram í vikunni og umferðin var gerð upp í Domino’s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Njarðvík vann virkilega öflugan sigur á Keflavík í Suðurnesjaslag í gærkvöldi og þar var Jeb Ivey að spila sinn fyrsta leik í endurkomunni til Íslands.

„Hann finnur alla á hárréttum tíma,” sagði Hermann Hauksson, annar sérfræðigur þáttarins, áður en hinn, Fannar Ólafsson, tók við:

„Hörður Axel tekur skot er fimmtán sekúndur eru eftir af klukkunni en hvað gerist hinu megin? Bíður, bíður og kemur boltanum á réttan stað. Svo þarftu að sjá hvort að boltinn fari niður eða ekki.”

Skemmtilegt atvik gerðist í fjórða leikhluta er Jebb Ivey ákvað að kyssa hendina á Guðmundi Jónssyni.

„Gummi hefur ekki fýlað þetta. Bless, vinur. Ekki vera að kyssa,” sagði Fannar.

Innslagið má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.