Körfubolti

Körfuboltakvöld: Þeir bestu í fyrstu umferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úrvalslið fyrstu umferðarinnar.
Úrvalslið fyrstu umferðarinnar. vísir/skjáskot

Fyrsti uppgjörsþátturinn af Domino’s Körfuboltakvöldi var á dagskrá Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöldið en þar var fyrsta umferðin gerð upp.

Þar var að sjálfsögðu valið úrvalsliðið Geysis úr fyrstu umferðinni en leikmenn fimm liða komust í liðið að þessu sinni.

Þjálfarinn var svo Ívar Ásgrímsson en besti leikmaðurinn var Juilan Boyd sem átti afar góðan leik fyrir KR sem lagði nýliða Skallagrím af velli í Vesturbænum.

Liðið í heild sinni:
Jordy Kuiper - Grindavík
Julian Boyd - KR
Brynjar Þór Björnsson - Tindastól
Colin Pryor - Stjarnan
Maciek Baginski - Njarðvík

Innslagið má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra hvað Fannari Ólafssyni fannst um leikmann umferðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.