Hugsjónir, lífsgleði og amma Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. október 2018 07:00 Mér finnst ég reglulega komast, með einum eða öðrum hætti, í tæri við þau sjónarmið fólks á ákveðnu efra aldursbili – þetta eru oft karlmenn um sjötugt – að yngra fólk aðhyllist ekki neinar hugsjónir. Að hugsjónir séu dánar. Því er haldið fram með þó nokkrum söknuði að um 1970 hafi fólk haft miklar hugsjónir. Þá hafi fólk farið í kröfugöngur og slegist við lögguna. Fólki var heitt í hamsi árið 1970. Núna sé öllum skítsama. Fólk hangi bara í símunum sínum. Áður en ég fullyrði, af sjónarhóli manns sem lítur ennþá á sig sem ungan (þótt hann sé það ekki), að þessi sjónarmið séu beinlínis röng, vil ég segja þetta: Mikið ofsalega hlýtur að vera leiðinlegt að verða gamall og líða svona. Að hafa litla sem enga trú á samtíma sínum. Að halda að hápunktur sögunnar hafi átt sér stað fyrir fimmtíu árum og ekkert merkilegt hafi gerst síðan þá. Ég hugsa stundum um ömmu mína þegar svona forpokuð sjónarmið eru annars vegar. Amma mín hafði sífelldan og einlægan áhuga á umhverfi sínu, öðru fólki, fréttum, stjórnmálum, lífinu. Þegar hún var 95 ára dró hún mig á tónleika með Björk í Laugardalshöll, á sama tíma og hinir sjötugu, aðallega, voru að rembast við að semja brandara um Björk og að röddin hennar væri eins og kattarbreim. Á dánarbeðinum spurði amma hjúkrunarkonurnar spjörunum úr. Hún þurfti að vita hvaðan þær væru, hvar þær stæðu í pólitíkinni og hvort þær ættu börn og maka. Amma hlustaði á Útvarp Sögu á hverjum degi fram undir það síðasta og komst að þeirri undraverðu niðurstöðu að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Mér hefur alltaf fundist það ótrúlegt dæmi um sigur mannsandans.Forvitnin Forvitnin og löngunin til þess að skilja samtímann gerði það að verkum að amma Hlíf varð 106 ára gömul. Hún var södd lífdaga í lokin. En forvitnisblikið var samt enn í augunum. Á dánarbeðinum sagði hún mér að þó svo hún væri reiðubúin að deyja, þá langaði hana samt svolítið að vita hvernig næstu kosningar færu. Vinnur íhaldið á? Tapar Samfylkingin? Hvað með nýju framboðin? Sjálf fór amma í framboð í Reykjavík norður þegar hún var 104 ára. Það er ómetanlegt fyrir mann í lífinu að eiga sér svona fyrirmynd og leiðarljós. Tilhneigingin til tuðs og bölmóðs er alltaf til staðar. Það er hins vegar talsvert miklu meira gefandi, þótt það sé erfiðara, að reyna að skilja samtíma sinn frekar en að dæma hann. Að viðhalda forvitninni og áhuganum. Fari ég einhvern tímann á þann stað í lífinu að ég lýsi því yfir í heyranda hljóði – hvað þá í blaðagrein – að allt þetta unga fólk skilji ekki hugsjónir og sé sama um allt, þá má fara með mig tuldrandi upp á heiði og hlekkja við grjót. Í náttfötunum. Ekki með síma.Hugsjónalausu málin Nokkur pólitísk stefnumál hafa á undanförnum árum orðið mönnunum tilefni til þess að fullyrða að aðrir hafi engar hugsjónir. Það að einhver vilji breyta klukkunni og samræma hana sólargangi er haft til marks um gríðarlegt hugsjónaleysi. Að einhver vilji innleiða frelsi í nafngiftum er talið annað slíkt dæmi. Að vilja áfengi í kjörbúðir er hugsjónaleysi af verstu sort. Að telja það allt í lagi að hótel rísi í miðbænum, jafnvel á Landssímareitnum, er ekki bara talið hugsjónaleysi heldur beinlínis árás á menningu þjóðarinnar. Allt fólk sem aðhyllist svona lagað, og vill kannski þar að auki færa Reykjavíkurflugvöll og ganga í Evrópusambandið, er grandvaralaus skríll sem hefur aldrei barist við lögguna né heldur skilið fullveldið. Hér lýsi ég tilfinningu. Ég skynja sterkt þessa víbra. Ákveðnar skoðanir eru hafðar til marks um ekkert vit sé lengur í pólitíkinni. Fólki er bara sama um allt. Það vill að fólk fái að skíra börnin sín Niðursuðudós. Ef ég hef rétt fyrir mér, má ég þá frekar biðja um hitt: Að reynt sé að skilja hver hugsjónin er að baki hverju stefnumáli. Að baki umræðunni um að breyta klukkunni býr löngun til þess að þjóðfélaginu sé hagað í samræmi við bestu þekkingu á lýðheilsu. Að röng klukka hafi áhrif á líðan, einkum ungs fólks, er kenning sem nýverið hlaut Nóbelsverðlaun. Og frelsið til að fá að gefa barni sínu nafn að eigin vali, hvernig er það ekki hugsjón? Barátta gegn forræðishyggju, fyrir því að fólki sé treyst, er einhver hugsjónaþrungnasta barátta sem til er. Þannig má þræða sig í gegnum skoðanirnar, eina af annarri, og reyna að skilja þær allar. Ef maður gerir það, þá verður maður 106 ára og deyr glaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mér finnst ég reglulega komast, með einum eða öðrum hætti, í tæri við þau sjónarmið fólks á ákveðnu efra aldursbili – þetta eru oft karlmenn um sjötugt – að yngra fólk aðhyllist ekki neinar hugsjónir. Að hugsjónir séu dánar. Því er haldið fram með þó nokkrum söknuði að um 1970 hafi fólk haft miklar hugsjónir. Þá hafi fólk farið í kröfugöngur og slegist við lögguna. Fólki var heitt í hamsi árið 1970. Núna sé öllum skítsama. Fólk hangi bara í símunum sínum. Áður en ég fullyrði, af sjónarhóli manns sem lítur ennþá á sig sem ungan (þótt hann sé það ekki), að þessi sjónarmið séu beinlínis röng, vil ég segja þetta: Mikið ofsalega hlýtur að vera leiðinlegt að verða gamall og líða svona. Að hafa litla sem enga trú á samtíma sínum. Að halda að hápunktur sögunnar hafi átt sér stað fyrir fimmtíu árum og ekkert merkilegt hafi gerst síðan þá. Ég hugsa stundum um ömmu mína þegar svona forpokuð sjónarmið eru annars vegar. Amma mín hafði sífelldan og einlægan áhuga á umhverfi sínu, öðru fólki, fréttum, stjórnmálum, lífinu. Þegar hún var 95 ára dró hún mig á tónleika með Björk í Laugardalshöll, á sama tíma og hinir sjötugu, aðallega, voru að rembast við að semja brandara um Björk og að röddin hennar væri eins og kattarbreim. Á dánarbeðinum spurði amma hjúkrunarkonurnar spjörunum úr. Hún þurfti að vita hvaðan þær væru, hvar þær stæðu í pólitíkinni og hvort þær ættu börn og maka. Amma hlustaði á Útvarp Sögu á hverjum degi fram undir það síðasta og komst að þeirri undraverðu niðurstöðu að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Mér hefur alltaf fundist það ótrúlegt dæmi um sigur mannsandans.Forvitnin Forvitnin og löngunin til þess að skilja samtímann gerði það að verkum að amma Hlíf varð 106 ára gömul. Hún var södd lífdaga í lokin. En forvitnisblikið var samt enn í augunum. Á dánarbeðinum sagði hún mér að þó svo hún væri reiðubúin að deyja, þá langaði hana samt svolítið að vita hvernig næstu kosningar færu. Vinnur íhaldið á? Tapar Samfylkingin? Hvað með nýju framboðin? Sjálf fór amma í framboð í Reykjavík norður þegar hún var 104 ára. Það er ómetanlegt fyrir mann í lífinu að eiga sér svona fyrirmynd og leiðarljós. Tilhneigingin til tuðs og bölmóðs er alltaf til staðar. Það er hins vegar talsvert miklu meira gefandi, þótt það sé erfiðara, að reyna að skilja samtíma sinn frekar en að dæma hann. Að viðhalda forvitninni og áhuganum. Fari ég einhvern tímann á þann stað í lífinu að ég lýsi því yfir í heyranda hljóði – hvað þá í blaðagrein – að allt þetta unga fólk skilji ekki hugsjónir og sé sama um allt, þá má fara með mig tuldrandi upp á heiði og hlekkja við grjót. Í náttfötunum. Ekki með síma.Hugsjónalausu málin Nokkur pólitísk stefnumál hafa á undanförnum árum orðið mönnunum tilefni til þess að fullyrða að aðrir hafi engar hugsjónir. Það að einhver vilji breyta klukkunni og samræma hana sólargangi er haft til marks um gríðarlegt hugsjónaleysi. Að einhver vilji innleiða frelsi í nafngiftum er talið annað slíkt dæmi. Að vilja áfengi í kjörbúðir er hugsjónaleysi af verstu sort. Að telja það allt í lagi að hótel rísi í miðbænum, jafnvel á Landssímareitnum, er ekki bara talið hugsjónaleysi heldur beinlínis árás á menningu þjóðarinnar. Allt fólk sem aðhyllist svona lagað, og vill kannski þar að auki færa Reykjavíkurflugvöll og ganga í Evrópusambandið, er grandvaralaus skríll sem hefur aldrei barist við lögguna né heldur skilið fullveldið. Hér lýsi ég tilfinningu. Ég skynja sterkt þessa víbra. Ákveðnar skoðanir eru hafðar til marks um ekkert vit sé lengur í pólitíkinni. Fólki er bara sama um allt. Það vill að fólk fái að skíra börnin sín Niðursuðudós. Ef ég hef rétt fyrir mér, má ég þá frekar biðja um hitt: Að reynt sé að skilja hver hugsjónin er að baki hverju stefnumáli. Að baki umræðunni um að breyta klukkunni býr löngun til þess að þjóðfélaginu sé hagað í samræmi við bestu þekkingu á lýðheilsu. Að röng klukka hafi áhrif á líðan, einkum ungs fólks, er kenning sem nýverið hlaut Nóbelsverðlaun. Og frelsið til að fá að gefa barni sínu nafn að eigin vali, hvernig er það ekki hugsjón? Barátta gegn forræðishyggju, fyrir því að fólki sé treyst, er einhver hugsjónaþrungnasta barátta sem til er. Þannig má þræða sig í gegnum skoðanirnar, eina af annarri, og reyna að skilja þær allar. Ef maður gerir það, þá verður maður 106 ára og deyr glaður.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun