Kópavogsbær verði barnvænt sveitarfélag UNICEF Heimsljós kynnir 8. október 2018 11:00 Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. UNICEF Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu samstarfssamning á dögunum. Fram kemur á vef UNICEF að með samningnum hefji Kópavogsbær vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að bæjarfélagið stefni að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi. Með undirrituninni skuldbinda fulltrúar Kópavogsbæjar sig til þess að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þegar verk- og ákvarðanaferli eru skoðuð og að forsendur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu sveitarfélagsins. „Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt skref í að tryggja réttindi barna í daglegu lífi. Það hefur verið mikil eftirspurn frá sveitarfélögum landsins um stuðning við innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá UNICEF á Íslandi viljum gera það sem í okkar valdi stendur til að svara þeirri eftirspurn, “ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Kópavogsbær er framsækið og öflugt sveitarfélag og við bindum miklar vonir við að samstarf okkar leiði af sér ýmiskonar spennandi nýsköpun í gæðavinnu sem tengist réttindum barna. Þá vinnu munu önnur sveitarfélög geta nýtt sér ef þurfa þykir og þannig byggjum við saman barnvænna samfélag á Íslandi“, bætir hann við. „Ég er stoltur af því að innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé að hefjast í Kópavogi. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá Kópavogsbæ munum sinna verkefninu af metnaði. Innleiðing Barnasáttmálans fellur einnig afar vel að nýsamþykktum áformum bæjarins um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá bænum,“ segir Ármann.Sveitarfélög órjúfanlegur þáttur í innleiðingu BarnasáttmálansHugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities, en það hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga um allan heim. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmálanum. Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið til að nýta sér líkanið en Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að taka þátt í verkefninu. Í kjölfar þess að Alþingi lögfesti Barnasáttmálann í febrúar 2013 hafa skapast umræður um hlutverk og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga við innleiðingu sáttmálans. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og umboðsmaður barna hafa bent á að sveitarfélög séu órjúfanlegur þáttur í innleiðingu hans. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann verður hann aldrei innleiddur nema í samstarfi við sveitarfélögin. Það eru sveitarfélögin sem annast stærstan hluta þeirrar þjónustu sem hefur bein áhrif á daglegt líf barna.Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barnaAð sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu og að forsendur hans gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu þess. Líkja má innleiðingunni við að starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins setji upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Barnasáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna. Ferlið við að gerast barnvænt sveitarfélag krefst pólitískrar skuldbindingar, sem er grundvöllurinn fyrir innleiðingu Barnasáttmálans í sveitarfélaginu, ásamt samræmdum aðgerðum þvert á öll svið sveitarfélagsins.Innleiðingarlíkan og viðurkenningInnleiðingarlíkanið barnvæn sveitarfélög er aðgengilegt á vefsíðunni www.barnvaensveitarfelog.is og geta áhugasamir einstaklingar, kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga nálgast þar allar nauðsynlegar upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálans. Sveitarfélög sem hafa áhuga á að hefja markvisst ferli við innleiðingu sáttmálans geta einnig skráð sig til þátttöku á vefsíðunni. Innleiðingarferlið tekur tvö ár og skiptist í 8 skref. Að því loknu geta sveitarfélögin sótt um viðurkenningu frá UNICEF sem barnvæn sveitarfélög. Viðurkenningin er háð því að starfsfólk UNICEF meti sem svo að innleiðingin hafi verið réttindum barna í sveitarfélaginu til framdráttar og unnið hafi verið eftir hugmyndafræði líkansins. Til að viðhalda viðurkenningunni þarf sveitarfélag að halda innleiðingunni áfram, setja sér ný markmið og óska eftir nýju mati að þremur árum liðnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Milton safnar aftur krafti Erlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent
Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu samstarfssamning á dögunum. Fram kemur á vef UNICEF að með samningnum hefji Kópavogsbær vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að bæjarfélagið stefni að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi. Með undirrituninni skuldbinda fulltrúar Kópavogsbæjar sig til þess að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þegar verk- og ákvarðanaferli eru skoðuð og að forsendur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu sveitarfélagsins. „Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt skref í að tryggja réttindi barna í daglegu lífi. Það hefur verið mikil eftirspurn frá sveitarfélögum landsins um stuðning við innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá UNICEF á Íslandi viljum gera það sem í okkar valdi stendur til að svara þeirri eftirspurn, “ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Kópavogsbær er framsækið og öflugt sveitarfélag og við bindum miklar vonir við að samstarf okkar leiði af sér ýmiskonar spennandi nýsköpun í gæðavinnu sem tengist réttindum barna. Þá vinnu munu önnur sveitarfélög geta nýtt sér ef þurfa þykir og þannig byggjum við saman barnvænna samfélag á Íslandi“, bætir hann við. „Ég er stoltur af því að innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé að hefjast í Kópavogi. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá Kópavogsbæ munum sinna verkefninu af metnaði. Innleiðing Barnasáttmálans fellur einnig afar vel að nýsamþykktum áformum bæjarins um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá bænum,“ segir Ármann.Sveitarfélög órjúfanlegur þáttur í innleiðingu BarnasáttmálansHugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities, en það hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga um allan heim. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmálanum. Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið til að nýta sér líkanið en Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að taka þátt í verkefninu. Í kjölfar þess að Alþingi lögfesti Barnasáttmálann í febrúar 2013 hafa skapast umræður um hlutverk og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga við innleiðingu sáttmálans. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og umboðsmaður barna hafa bent á að sveitarfélög séu órjúfanlegur þáttur í innleiðingu hans. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann verður hann aldrei innleiddur nema í samstarfi við sveitarfélögin. Það eru sveitarfélögin sem annast stærstan hluta þeirrar þjónustu sem hefur bein áhrif á daglegt líf barna.Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barnaAð sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu og að forsendur hans gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu þess. Líkja má innleiðingunni við að starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins setji upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Barnasáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna. Ferlið við að gerast barnvænt sveitarfélag krefst pólitískrar skuldbindingar, sem er grundvöllurinn fyrir innleiðingu Barnasáttmálans í sveitarfélaginu, ásamt samræmdum aðgerðum þvert á öll svið sveitarfélagsins.Innleiðingarlíkan og viðurkenningInnleiðingarlíkanið barnvæn sveitarfélög er aðgengilegt á vefsíðunni www.barnvaensveitarfelog.is og geta áhugasamir einstaklingar, kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga nálgast þar allar nauðsynlegar upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálans. Sveitarfélög sem hafa áhuga á að hefja markvisst ferli við innleiðingu sáttmálans geta einnig skráð sig til þátttöku á vefsíðunni. Innleiðingarferlið tekur tvö ár og skiptist í 8 skref. Að því loknu geta sveitarfélögin sótt um viðurkenningu frá UNICEF sem barnvæn sveitarfélög. Viðurkenningin er háð því að starfsfólk UNICEF meti sem svo að innleiðingin hafi verið réttindum barna í sveitarfélaginu til framdráttar og unnið hafi verið eftir hugmyndafræði líkansins. Til að viðhalda viðurkenningunni þarf sveitarfélag að halda innleiðingunni áfram, setja sér ný markmið og óska eftir nýju mati að þremur árum liðnum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Milton safnar aftur krafti Erlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent