Golf

Molinari innsiglaði sigur Evrópu

Dagur Lárusson skrifar
Molinari og Thomas Bjorn.
Molinari og Thomas Bjorn. vísir/getty

Lið Evrópu fór með sigur af hólmi í Ryder bikarnum eftir mikla spennu á lokahringnum en lið Evrópu fór með nokkuð örugga forystu inn í lokahringinn.
 
Eftir fyrsta keppnisdag var Evrópu með 5-3 forystu en eftir gærdaginn var staðan orðin 10-6 og því þurfti lið Bandaríkjanna á stórsigri að halda í dag.
 
Á tímabili var staðan orðin 10,5 gegn 9,5 eftir að þeir Casey og Koepka skildu jafnir. Sigur Webb Simpson á Justin Rose þegar skammt var eftir gerði leikinn æsispennandi og var því komin mikil pressa á Tiger Woods að vinna Jon Rahm í þeirra leik.
 
Tiger Woods missti þó að upplögðu tækifæri að jafna leika milli þeirra með stuttu pútti og var Jon Rahm kominn með tveggja högga forystu á hann eftir það. Jon fór síðan með sigur af hólmi gegn Tiger.
 
Eftir þetta náði Evrópa að landa nokkrum sigrum í röð og gerði það endanlega út um vonir Bandaríkjanna og var það Francesco Molinari sem tryggði Evrópu að lokum sigurinn með sigri á Phil Michelson.
 
Keppni er ekki ennþá formlega lokið en staðan er orðin 14,5-9,5 og Evrópa er meistari.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.