Íslenski boltinn

Sandra best, Alexandra efnilegust og Bríet besti dómarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandra er besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna 2018.
Sandra er besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna 2018. vísir/ernir
Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna 2018 en þetta var tilkynnt eftir lokaumferðina í deildinni sem fór fram í dag.

Leikmennirnir velja sjálfir þann besta en Sandra María er fyrirliði Þórs/KA sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar þetta árið.

Hún skoraði fjórtán mörk í átján leikjum og hefur leikið lykilhlutverk í liðinu undanfarin ár þrátt fyrir að vera einungis 23 ára gömul.

Efnilegasti leikmaðurinn var kosin Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki en Breiðablik varð Íslands- og bikarmeistari.

Alexandra lék alla leiki Blika í sumar og hún skoraði í þeim fimm mörk en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún tryggt sér sæti í landsliði Íslands.

Besti dómarinn var svo valin Bríet Bragadóttir. Þetta er annað árið í röð sem Bríet er kosin dómari ársins af leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×