Viðskipti erlent

Stofnendur Instagram hætta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kevin Systrom og Mike Krieger.
Kevin Systrom og Mike Krieger. Vísir/getty

Stofnendur samfélagsmiðilsins Instagram, Kevin Systrom og Mike Krieger, hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu. Þeir tilkynntu um ákvörðun sína í gær.

Systrom og Krieger stofnuðu Instagram árið 2010. Samfélagsmiðlarisinn Facebook festi svo kaup á Instagram árið 2012 og greiddi einn milljarð Bandaríkjadala, um 110 milljarða króna, fyrir. Samruninn tók nokkuð á stjórnendur Instagram en samkvæmt frétt BBC  hefur andað köldu á milli Systrom og Krieger og Facebook.

Systrom tilkynnti um ákvörðun sína í bloggfærslu í gær. Þar sagði hann þá félaga „tilbúna fyrir næsta kafla“ og að þeir hlökkuðu til að sjá hvað framtíð Instagram og Facebook bæri í skauti sér.

Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi Facebook, sagði í yfirlýsingu vegna málsins að hann hefði notið þess að vinna með Systrom og Krieger.


Tengdar fréttir

Ný viðbót á Instagram

Snjallforritið Instagram náði nýlega þeim áfanga að einn milljarður manna notar snjallforritið mánaðarlega. Þeir bættu nýlega við nýrri viðbót, Instagram sjónvarp (IGTV).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.