Golf

Evrópa komið í kjörstöðu eftir þrjá sigra í morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio og Rory ánægðir.
Sergio og Rory ánægðir. vísir/getty

Evrópa jók forskot sitt gegn Bandaríkjnum í Ryder-bikarnum en leikið er í Frakklandi, á vellinum Le Golf-National.

Fjórbolti er leikinn fyrir hádegi en fjórmenningur eftir hádegi. Sama fyrirkomulag var í dag og í gær en eftir gærdaginn leiddu Evrópubúar, 5-3.

Evrópa vann þrjár af viðureignunum fjórum í morgun en einungis Jordan Spieth og Justin Thomas unnu viðureign sína gegn Evrópu. Allar viðureignir dagsins má sjá hér neðar.

Það má segja að Evrópa sé í algjörri kjörstöðu fyrir lokasprettinn á mótinu en ekki er svo mikið eftir. Mikið þarf að gerast svo Bandaríkin snúi taflinu sér í vil.

Viðureignir dagsins:
Rory McIl­roy og Sergio Garcia unnu Brooks Koepka og Tony Pi­nau - Evrópa 6-3 Bandaríkin
Paul Casey og Tyr­rell Hatt­on unnu Rickie Fowler og Dust­in John­son - Evrópa 7-3 Bandaríkin
Francesco Molin­ari og Tommy Fleetwood unnu Tiger Woods og Patrick Reid - Evrópa 8-3 Bandaríkin
Jordan Spieth og Justin Thomas unnu Ian Poulter og Jon Rahm - Evrópa 8-4 BandaríkinAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.