EA og Belgía mætast mögulega í dómstólum vegna FIFA Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2018 11:43 Yfirvöld Belgíu komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að loot boxes, eða LB, þessi brytu gegn veðmálalögum landsins og var nokkrum fyrirtækjum gert að fjarlægja allt slíkt úr tölvuleikjum sínum. Saksóknarar í Belgíu hafa nú tölvuleikjaútgefandann EA til rannsóknar vegna svokallaðra „Loot boxes“. Yfirvöld Belgíu komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að loot boxes, eða LB, þessi brytu gegn veðmálalögum landsins og var nokkrum fyrirtækjum gert að fjarlægja allt slíkt úr tölvuleikjum sínum. Það gerðu öll fyrirtækin, eins og Blizzard og Valve, en EA gerði það hins vegar ekki og ætlar ekki að gera það í framtíðarleikjum sínum eins og FIFA 19 sem kemur út seinna í mánuðinum. Gagnrýni Belga varðandi LB gengur út á að spilarar eyða raunverulegum peningum í að kaupa pakka sem opnaðir eru í leikjunum. Oftar en ekki og til dæmis í FIFA, vita spilarar ekki hvað kassarnir innihalda. Því líta margir á LB sem veðmál.Samkvæmt umfjöllun Games Industry er útlit fyrir að forsvarsmenn EA hafi undirbúið sig fyrir lögsókn í Belgíu og þær ætli að berjast fyrir LB þar. Veðmálaeftirlit Belgíu telur að að LB falli undir núgildandi lög en forsvarsmaður eftirlitsins segir að verði það fellt niður í dómstólum sé hafi eftirlitið þegar hafði undirbúningsvinnu við að skilgreina LB aftur sem veðmál með nýrri löggjöf. Leikjavísir Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Saksóknarar í Belgíu hafa nú tölvuleikjaútgefandann EA til rannsóknar vegna svokallaðra „Loot boxes“. Yfirvöld Belgíu komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að loot boxes, eða LB, þessi brytu gegn veðmálalögum landsins og var nokkrum fyrirtækjum gert að fjarlægja allt slíkt úr tölvuleikjum sínum. Það gerðu öll fyrirtækin, eins og Blizzard og Valve, en EA gerði það hins vegar ekki og ætlar ekki að gera það í framtíðarleikjum sínum eins og FIFA 19 sem kemur út seinna í mánuðinum. Gagnrýni Belga varðandi LB gengur út á að spilarar eyða raunverulegum peningum í að kaupa pakka sem opnaðir eru í leikjunum. Oftar en ekki og til dæmis í FIFA, vita spilarar ekki hvað kassarnir innihalda. Því líta margir á LB sem veðmál.Samkvæmt umfjöllun Games Industry er útlit fyrir að forsvarsmenn EA hafi undirbúið sig fyrir lögsókn í Belgíu og þær ætli að berjast fyrir LB þar. Veðmálaeftirlit Belgíu telur að að LB falli undir núgildandi lög en forsvarsmaður eftirlitsins segir að verði það fellt niður í dómstólum sé hafi eftirlitið þegar hafði undirbúningsvinnu við að skilgreina LB aftur sem veðmál með nýrri löggjöf.
Leikjavísir Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira