Hvaðan koma verðmætin? Davíð Þorláksson skrifar 12. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar