Viðskipti innlent

Kjöt og fiskur skellir í lás í síðasta skipti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Verslunin sérhæfði sig í kjöti og fiski, líkt og nafnið gefur til kynna, en bauð einnig upp á ýmiss konar sælkeravörur.
Verslunin sérhæfði sig í kjöti og fiski, líkt og nafnið gefur til kynna, en bauð einnig upp á ýmiss konar sælkeravörur. Vísir/Ernir

Rekstri matvöruverslunarinnar Kjöts og fisks á Bergstaðastræti verður hætt í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu verslunarinnar, sem körfuboltamennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opnuðu árið 2014.

„Í kvöld kl. 19 munum við loka verslun okkar í síðasta skipti. Það hefur verið frábært að vera hluti af hverfinu undanfarin fimm ár og það sem stendur upp úr er allt frábæra fólkið sem við höfum kynnst á leiðinni, starfsfólkið okkar og viðskiptavinir,“ segir í færslunni sem birt var síðdegis í dag. Þá er viðskiptavinum verslunarinnar þakkað fyrir viðskiptin í gegnum árin. 


Pavel Ermolinskij, annar eigenda verslunarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að reksturinn hafi verið orðinn erfiður. Þá segir Pavel eigendur Kjöts og fisks áfram ætla að framleiða vörur.

Eins og áður segir opnaði fyrsta verslunin undir merkjum Kjöts og fisks árið 2014 að Bergstaðastræti 14 í miðborg Reykjavíkur. Þá var önnur verslun opnuð við Garðatorgi í Garðabæ en sú lokaði fyrr á þessu ári.

Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij. Mynd/Samsett

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.