Biðla til bankanna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 08:18 Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Vísir/Vilhelm Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira