Körfubolti

Craion í Keflavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craion í leik með KR.
Craion í leik með KR. vísir/vilhelm

Keflavík í Dominos-deild karla fékk heldur betur styrkingu í dag er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Hann staðfesti þetta við Karfan.is.

Craion hefur áður leikið með Keflavík en það gerði hann frá 2012 til 2014 áður en hann skipti í KR þar sem hann var nánast óstöðvandi.

Craion hjálpaði KR að verða Íslandsmeistari í tvígang og skilaði tröllatölum á sínu síðasta tímabili hér; 22 stig, ellefu fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í 34 leikjum.

Hann hefur verið að leika í Frakklandi undanfarin ár en nú er hann mættur aftur í Bítlabæinn. Hann hefur einnig skipt um mynd á Twitter sem sýnir hann í Keflavíkur-búning.

Breytingar hafa orðið í Keflavík. Friðrik Ingi Rúnarsson lét af störfum eftir síðasta tímabil og við skútunni tók Sverrir Þór Sverrisson, margfaldur Íslandsmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.