Viðskipti erlent

DR fækkar starfsfólki, sjónvarps- og útvarpsstöðvum

Atli Ísleifsson skrifar
Höfuðstöðvar danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Mynd/Wikipedia Commons

Starfsfólki Danska ríkisútvarpsins (DR) mun fækka um fjögur hundruð, sjónvarpsstöðvum verður fækkað úr sex í þrjár og rekstri þriggja útvarpsstöðva verður hætt.

Niðurskurðartillögur DR voru kynntar í morgun en með tillögunum er vonast til að hægt verði hægt að spara 420 milljónir danskra króna, um 7,2 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum.

Í frétt á vef DR kemur fram að búast megi við miklum breytingum á rekstri DR á næstu fimm árum þegar stofnuninni er ætlað að skera niður í rekstri sínum um 20 prósent.

Sjónvarps- og útvarpsstöðvum DR fækka
Þetta hafi meðal annars í för með sér að sex sjónvarpsstöðvar DR verði þrjár. Einungis verði hægt að streyma DR3 og DR Ultra frá árinu 2020, auk þess að DR2 og DR K verði sameinaðar í eina stöð þar sem áhersla verði lögð á samfélagsleg málefni og menningu.

Þá stendur til að fækka útvarpsstöðvum úr átta í fimm. Þannig verði P6 Beat, P7 Mix og P8 Jazz lagðar niður.

Loks stendur til að fækka starfsfólki um milli 375 og 400. 25 yfirmannsstöður verða lagðar niður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.