Viðskipti erlent

Kína svarar með nýjum tollum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP
Kínverjar tilkynntu í gær um nýja tolla á bandarískar vörur að andvirði sextíu milljarðar dala. Á mánudaginn höfðu Bandaríkjamenn lagt nýja tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarðar dala og var því um gagnaðgerðir að ræða í tollastríði ríkjanna tveggja. Nýir tollar Kínverja eru meðal annars lagðir á jarðgas, flugvélar, tölvur og textílvörur.

Donald Trump Bandaríkjaforseti brást illa við ákvörðun Kínverja, sakaði kínverska ríkið um að reyna að hagræða þingkosningum í nóvember „með því að ráðast gegn bandarískum bændum og verkamönnum vegna trygglyndis þeirra“ við forsetann. Þá sagði Trump að Kínverjar skildu einfaldlega ekki að umræddir einstaklingar væru „sannir föðurlandsvinir“ sem vissu að Kína hefði svindlað á Bandaríkjunum í áraraðir.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×