Viðskipti erlent

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína harðnar verulega

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning. Vísir/AP

Bandaríkin ætla að beita Kína nýjum tollum á um innfluttar vörur sem samsvara um 200 milljörðum dala. Það eru umfangsmestu tollar Bandaríkjanna gagnvart Kína hingað til og er útlit fyrir að þeir verði enn umfangsmeiri á næstunni.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning.

Trump sagði tollunum ætlað að stöðva „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja.

„Við höfum verið mjög skýrir um hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað og við höfum gefið Kína næg tækifæri til að koma fram við okkur af meiri sanngirni. En, enn sem komið er, hafa Kínverjar ekki viljað breyta háttalagi sínu,“ sagði Trump.

Yfirvöld Kína segja að þeir muni bregðast við tollunum með eigin tollum, um leið og tollar Bandaríkjanna taka gildi. Þrátt fyrir að Trump hafi heitið því að auka tolla Bandaríkjanna enn fremur, svari Kínverjar með eigin tollum. Trump lýsti þeim tollum sem „þriðja fasa“ viðskiptastríðs Kína og Bandaríkjanna.

Samkvæmt Reuters myndu „þriðja fasa“ tollarnir ná yfir nánast allar þær vörur sem Bandaríkin kaupa af Kína.

Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína segir ekkert um hvernig Kínverjar munu svara tollum Trump. Hins vegar segir að óvissa ríki nú varðandi viðræður ríkjanna.

„Kína hefur ávalt lagt áherslu á að eina leiðin til að leysa viðskiptadeilur Kína og Bandaríkjanna sé með viðræðum á grundvelli jafnréttis, sanngirni og virðingar. Aðgerðir Bandaríkjanna gefa þó í skyn að þeir séu ekki tilbúnir til að sýna einlægni eða góðvilja.“
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.