Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 14:45 Þrastalundur er eflaust einn nafntogaðasti söluskáli á Suðurlandi eftir reglulegar fréttir af viðskiptaháttum hans á síðustu misserum. Vísir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull. Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull.
Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00