Maðurinn sem Sir Alex kallaði kúkalabba farinn að gera lítið úr hetjum Man. Utd Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2018 08:30 Mino Raiola er mikið í símanum þessa dagana að reyna að koma Pogba frá United. vísir/getty Ítalski ofur umboðsmaðurinn Mino Raiola er langt frá því vinsælasti maðurinn á Old Trafford þessa dagana en hann er að reyna að koma Paul Pogba öðru sinni frá Manchester United, að þessu sinni til Barcelona. Pogba var einn efnilegasti leikmaður heims þegar að Raiola hjálpaði honum að losna frá United fyrir lítið fé árið 2012 en hann fór þá til Juventus og varð að stjörnunni sem að hann er í dag. United þurfti að kaupa hann til baka fyrir 89 milljónir punda en franski miðjumaðurinn, sem varð heimsmeistari í Rússlandi í sumar, hefur átt misjafna daga í búningi United síðan að hann kom aftur.Paul Pogba gæti verið á útleið.Vísir/GettyPaul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn allra besti leikmaður í sögu félagsins, er lítill aðdáandi Frakkans en Scholes finnst hann oft ekki leggja nóg á sig og alls ekki taka nógu mikla ábyrgð. Scholes sagði frammistöðu Pogba í 3-2 tapinu gegn Brighton um helgina vera algjörlega hræðilega og bætti við að Pogba væri langt því frá nægilega stöðugur í sínum leik fyrir United. Scholes er einn af sérfræðingum BT Sport á Englandi. Þessu tók Mino Raiola ekki vel og skellti sér því á Twitter. Hann var ekki búinn að setja inn eitt tíst frá því fjórða júlí en fannst tími til kominn í morgun þegar að hann var greinilega búinn að sjá hvað Scholes sagði um helgina.Some people need to talk for fear of being forgotten. Paul Scholes wouldn’t recognize a leader if he was in front of Sir Winston Churchill. @paulpogba — Mino Raiola (@MinoRaiola) August 21, 2018Paul Scholes should become sports director and advise Woodward to sell Pogba. Would be sleepless nights to find Pogba a new club @paulpogba — Mino Raiola (@MinoRaiola) August 21, 2018 „Sumir þurfa að tala því þeir eru hræddir um að gleymast. Paul Scholes myndi ekki þekkja leiðtoga þó að hann stæði fyrir framan Winston Churchill,“ skrifaði Raiola og fór svo alls ekki leynt með áætlanir sína um að koma Frakkanum burt í næsta tísti: „Paul Scholes ætti að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og segja Ed Woodward að selja Pogba. Ég myndi ekki sofa mikið ef ég myndi reyna að finna nýtt félag fyrir Pogba,“ skrifar Raiola og „taggar“ Pogba í bæði tístin. Ef það er einn maður sem á eftir að verða pirraður heima hjá sér í Manchester þegar að hann les morgunfréttirnar um Raiola er það Sir Alex Ferguson en hann hatar Raiola eftir viðskiptin við hann árið 2012 þegar að Pogba fór til Juventus. Það var síðast í fyrra sem að Sir Alex kallaði Ítalann kúkalabba er hann hélt peppræðu fyrir ruðningsliðið Sale Sharks. „Hann er vondur umboðsmaður. Hann er kúkalabbi (e. shitbag),“ sagði Ferguson en við kynningu á ævisögu sinni ári áður sagði Ferguson opinberlega að það væru einn til tveir umboðsmenn sem að honum líkaði ekki við og Raiola væri einn af þeim. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Ítalski ofur umboðsmaðurinn Mino Raiola er langt frá því vinsælasti maðurinn á Old Trafford þessa dagana en hann er að reyna að koma Paul Pogba öðru sinni frá Manchester United, að þessu sinni til Barcelona. Pogba var einn efnilegasti leikmaður heims þegar að Raiola hjálpaði honum að losna frá United fyrir lítið fé árið 2012 en hann fór þá til Juventus og varð að stjörnunni sem að hann er í dag. United þurfti að kaupa hann til baka fyrir 89 milljónir punda en franski miðjumaðurinn, sem varð heimsmeistari í Rússlandi í sumar, hefur átt misjafna daga í búningi United síðan að hann kom aftur.Paul Pogba gæti verið á útleið.Vísir/GettyPaul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn allra besti leikmaður í sögu félagsins, er lítill aðdáandi Frakkans en Scholes finnst hann oft ekki leggja nóg á sig og alls ekki taka nógu mikla ábyrgð. Scholes sagði frammistöðu Pogba í 3-2 tapinu gegn Brighton um helgina vera algjörlega hræðilega og bætti við að Pogba væri langt því frá nægilega stöðugur í sínum leik fyrir United. Scholes er einn af sérfræðingum BT Sport á Englandi. Þessu tók Mino Raiola ekki vel og skellti sér því á Twitter. Hann var ekki búinn að setja inn eitt tíst frá því fjórða júlí en fannst tími til kominn í morgun þegar að hann var greinilega búinn að sjá hvað Scholes sagði um helgina.Some people need to talk for fear of being forgotten. Paul Scholes wouldn’t recognize a leader if he was in front of Sir Winston Churchill. @paulpogba — Mino Raiola (@MinoRaiola) August 21, 2018Paul Scholes should become sports director and advise Woodward to sell Pogba. Would be sleepless nights to find Pogba a new club @paulpogba — Mino Raiola (@MinoRaiola) August 21, 2018 „Sumir þurfa að tala því þeir eru hræddir um að gleymast. Paul Scholes myndi ekki þekkja leiðtoga þó að hann stæði fyrir framan Winston Churchill,“ skrifaði Raiola og fór svo alls ekki leynt með áætlanir sína um að koma Frakkanum burt í næsta tísti: „Paul Scholes ætti að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og segja Ed Woodward að selja Pogba. Ég myndi ekki sofa mikið ef ég myndi reyna að finna nýtt félag fyrir Pogba,“ skrifar Raiola og „taggar“ Pogba í bæði tístin. Ef það er einn maður sem á eftir að verða pirraður heima hjá sér í Manchester þegar að hann les morgunfréttirnar um Raiola er það Sir Alex Ferguson en hann hatar Raiola eftir viðskiptin við hann árið 2012 þegar að Pogba fór til Juventus. Það var síðast í fyrra sem að Sir Alex kallaði Ítalann kúkalabba er hann hélt peppræðu fyrir ruðningsliðið Sale Sharks. „Hann er vondur umboðsmaður. Hann er kúkalabbi (e. shitbag),“ sagði Ferguson en við kynningu á ævisögu sinni ári áður sagði Ferguson opinberlega að það væru einn til tveir umboðsmenn sem að honum líkaði ekki við og Raiola væri einn af þeim.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira