„Hver er að klappa núna, tík?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. ágúst 2018 11:30 Diana Taurasi minnti heldur betur á sig í gær. vísir/getty Á meðan daglega er deilt um hvor kunni meira fyrir sér í körfuboltafræðunum Michael Jordan eða LeBron James er ekki þörf á sömu umræðu í kvennakörfunni. Þar er sú bandaríska Diana Taurasi best frá upphafi. Næsta mál. Taurasi hefur á ævintýralegum fjórtán ára ferli unnið WNBA-deildina þrisvar sinnum auk þess að skreppa til Evrópu á veturnar eins og þær bestu gera og vinna Meistaradeildina sex sinnum. Afrekaskrá hennar er margar blaðsíður en Taurasi hefur níu sinnum verið valin í stjörnulið WNBA-deildarinnar, tvisvar sinnum verið útnefnd besti leikmaður lokaúrslitanna og þá er hún fjórfaldur Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar frá upphafi. Svo eitthvað sé nefnt. Taurasi sýndi í nótt enn og aftur, 36 ára gömul, að það er enginn að fara að ógna henni á stallinum í bráð þegar að hún skoraði 27 stig í 15 skotum, gaf tólf stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei í sigri Phoenix Mercury gegn Connecticut Sun.Leikurinn var í annarri umferð úrslitakeppninnar þar sem aðeins þarf að vinna einn leik til að komast í undanúrslitin en Taurasi átti aðra eins frammistöðu í fyrstu umferðinni þar sem að liðið lagði Dallas Wings. Taurasi hefur nú unnið þrettán svona leiki á ferlinum þar sem að aðeins einn leik þarf til að komast áfram en aldrei tapað. Hún er leikmaður stóru stundanna. Taurasi var í miklum ham í gær en hún hafði takmarkaðan húmor fyrir Instagram-færslu Coutney Williams, leikmanns Sun, sem minnti á leikinn á Instagram með mynd af sér að fagna fyrir framan súra Taurasi.View this post on InstagramGooo timeee!! Playoffs babyyyyyA post shared by Courtney Williams (@courtneywilliams10) on Aug 23, 2018 at 12:02pm PDT Ekki gerðu Sun-stelpur minna til að pirra þá bestu þegar að Jasmine Thomas klappaði saman höndum fyrir framan andlitið á Taurasi í fyrri hálfleik en Taurasi klappaði til baka ansi pirruð. Þegar að lokaflautið gall klappaði Taurasi aftur í átt að Thomas og kallaði svo á eftir henni: „Hver er að klappa núna, tík?“ Hún minntist svo aðeins á þetta í viðtali eftir leik þar sem að hún var spurð hver er galdurinn á bakvið að vinna alltaf í þessum leikjum þar sem að allt er undir. „Þú mátt ekki vera hræddur. Það er ekkert mál að setja myndir á Instagram og klappa í andlitið á fólki en það skilar þér ekki sigrum,“ sagði Diana Taurasi. Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Á meðan daglega er deilt um hvor kunni meira fyrir sér í körfuboltafræðunum Michael Jordan eða LeBron James er ekki þörf á sömu umræðu í kvennakörfunni. Þar er sú bandaríska Diana Taurasi best frá upphafi. Næsta mál. Taurasi hefur á ævintýralegum fjórtán ára ferli unnið WNBA-deildina þrisvar sinnum auk þess að skreppa til Evrópu á veturnar eins og þær bestu gera og vinna Meistaradeildina sex sinnum. Afrekaskrá hennar er margar blaðsíður en Taurasi hefur níu sinnum verið valin í stjörnulið WNBA-deildarinnar, tvisvar sinnum verið útnefnd besti leikmaður lokaúrslitanna og þá er hún fjórfaldur Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar frá upphafi. Svo eitthvað sé nefnt. Taurasi sýndi í nótt enn og aftur, 36 ára gömul, að það er enginn að fara að ógna henni á stallinum í bráð þegar að hún skoraði 27 stig í 15 skotum, gaf tólf stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei í sigri Phoenix Mercury gegn Connecticut Sun.Leikurinn var í annarri umferð úrslitakeppninnar þar sem aðeins þarf að vinna einn leik til að komast í undanúrslitin en Taurasi átti aðra eins frammistöðu í fyrstu umferðinni þar sem að liðið lagði Dallas Wings. Taurasi hefur nú unnið þrettán svona leiki á ferlinum þar sem að aðeins einn leik þarf til að komast áfram en aldrei tapað. Hún er leikmaður stóru stundanna. Taurasi var í miklum ham í gær en hún hafði takmarkaðan húmor fyrir Instagram-færslu Coutney Williams, leikmanns Sun, sem minnti á leikinn á Instagram með mynd af sér að fagna fyrir framan súra Taurasi.View this post on InstagramGooo timeee!! Playoffs babyyyyyA post shared by Courtney Williams (@courtneywilliams10) on Aug 23, 2018 at 12:02pm PDT Ekki gerðu Sun-stelpur minna til að pirra þá bestu þegar að Jasmine Thomas klappaði saman höndum fyrir framan andlitið á Taurasi í fyrri hálfleik en Taurasi klappaði til baka ansi pirruð. Þegar að lokaflautið gall klappaði Taurasi aftur í átt að Thomas og kallaði svo á eftir henni: „Hver er að klappa núna, tík?“ Hún minntist svo aðeins á þetta í viðtali eftir leik þar sem að hún var spurð hver er galdurinn á bakvið að vinna alltaf í þessum leikjum þar sem að allt er undir. „Þú mátt ekki vera hræddur. Það er ekkert mál að setja myndir á Instagram og klappa í andlitið á fólki en það skilar þér ekki sigrum,“ sagði Diana Taurasi.
Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira