„Hver er að klappa núna, tík?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. ágúst 2018 11:30 Diana Taurasi minnti heldur betur á sig í gær. vísir/getty Á meðan daglega er deilt um hvor kunni meira fyrir sér í körfuboltafræðunum Michael Jordan eða LeBron James er ekki þörf á sömu umræðu í kvennakörfunni. Þar er sú bandaríska Diana Taurasi best frá upphafi. Næsta mál. Taurasi hefur á ævintýralegum fjórtán ára ferli unnið WNBA-deildina þrisvar sinnum auk þess að skreppa til Evrópu á veturnar eins og þær bestu gera og vinna Meistaradeildina sex sinnum. Afrekaskrá hennar er margar blaðsíður en Taurasi hefur níu sinnum verið valin í stjörnulið WNBA-deildarinnar, tvisvar sinnum verið útnefnd besti leikmaður lokaúrslitanna og þá er hún fjórfaldur Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar frá upphafi. Svo eitthvað sé nefnt. Taurasi sýndi í nótt enn og aftur, 36 ára gömul, að það er enginn að fara að ógna henni á stallinum í bráð þegar að hún skoraði 27 stig í 15 skotum, gaf tólf stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei í sigri Phoenix Mercury gegn Connecticut Sun.Leikurinn var í annarri umferð úrslitakeppninnar þar sem aðeins þarf að vinna einn leik til að komast í undanúrslitin en Taurasi átti aðra eins frammistöðu í fyrstu umferðinni þar sem að liðið lagði Dallas Wings. Taurasi hefur nú unnið þrettán svona leiki á ferlinum þar sem að aðeins einn leik þarf til að komast áfram en aldrei tapað. Hún er leikmaður stóru stundanna. Taurasi var í miklum ham í gær en hún hafði takmarkaðan húmor fyrir Instagram-færslu Coutney Williams, leikmanns Sun, sem minnti á leikinn á Instagram með mynd af sér að fagna fyrir framan súra Taurasi.View this post on InstagramGooo timeee!! Playoffs babyyyyyA post shared by Courtney Williams (@courtneywilliams10) on Aug 23, 2018 at 12:02pm PDT Ekki gerðu Sun-stelpur minna til að pirra þá bestu þegar að Jasmine Thomas klappaði saman höndum fyrir framan andlitið á Taurasi í fyrri hálfleik en Taurasi klappaði til baka ansi pirruð. Þegar að lokaflautið gall klappaði Taurasi aftur í átt að Thomas og kallaði svo á eftir henni: „Hver er að klappa núna, tík?“ Hún minntist svo aðeins á þetta í viðtali eftir leik þar sem að hún var spurð hver er galdurinn á bakvið að vinna alltaf í þessum leikjum þar sem að allt er undir. „Þú mátt ekki vera hræddur. Það er ekkert mál að setja myndir á Instagram og klappa í andlitið á fólki en það skilar þér ekki sigrum,“ sagði Diana Taurasi. Körfubolti Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
Á meðan daglega er deilt um hvor kunni meira fyrir sér í körfuboltafræðunum Michael Jordan eða LeBron James er ekki þörf á sömu umræðu í kvennakörfunni. Þar er sú bandaríska Diana Taurasi best frá upphafi. Næsta mál. Taurasi hefur á ævintýralegum fjórtán ára ferli unnið WNBA-deildina þrisvar sinnum auk þess að skreppa til Evrópu á veturnar eins og þær bestu gera og vinna Meistaradeildina sex sinnum. Afrekaskrá hennar er margar blaðsíður en Taurasi hefur níu sinnum verið valin í stjörnulið WNBA-deildarinnar, tvisvar sinnum verið útnefnd besti leikmaður lokaúrslitanna og þá er hún fjórfaldur Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar frá upphafi. Svo eitthvað sé nefnt. Taurasi sýndi í nótt enn og aftur, 36 ára gömul, að það er enginn að fara að ógna henni á stallinum í bráð þegar að hún skoraði 27 stig í 15 skotum, gaf tólf stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei í sigri Phoenix Mercury gegn Connecticut Sun.Leikurinn var í annarri umferð úrslitakeppninnar þar sem aðeins þarf að vinna einn leik til að komast í undanúrslitin en Taurasi átti aðra eins frammistöðu í fyrstu umferðinni þar sem að liðið lagði Dallas Wings. Taurasi hefur nú unnið þrettán svona leiki á ferlinum þar sem að aðeins einn leik þarf til að komast áfram en aldrei tapað. Hún er leikmaður stóru stundanna. Taurasi var í miklum ham í gær en hún hafði takmarkaðan húmor fyrir Instagram-færslu Coutney Williams, leikmanns Sun, sem minnti á leikinn á Instagram með mynd af sér að fagna fyrir framan súra Taurasi.View this post on InstagramGooo timeee!! Playoffs babyyyyyA post shared by Courtney Williams (@courtneywilliams10) on Aug 23, 2018 at 12:02pm PDT Ekki gerðu Sun-stelpur minna til að pirra þá bestu þegar að Jasmine Thomas klappaði saman höndum fyrir framan andlitið á Taurasi í fyrri hálfleik en Taurasi klappaði til baka ansi pirruð. Þegar að lokaflautið gall klappaði Taurasi aftur í átt að Thomas og kallaði svo á eftir henni: „Hver er að klappa núna, tík?“ Hún minntist svo aðeins á þetta í viðtali eftir leik þar sem að hún var spurð hver er galdurinn á bakvið að vinna alltaf í þessum leikjum þar sem að allt er undir. „Þú mátt ekki vera hræddur. Það er ekkert mál að setja myndir á Instagram og klappa í andlitið á fólki en það skilar þér ekki sigrum,“ sagði Diana Taurasi.
Körfubolti Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira