Í fílabeinsturni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun