Körfubolti

Skellur gegn Póllandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst þjálfar U16-ára landsliðið.
Ágúst þjálfar U16-ára landsliðið. vísir/ernir
Íslenska körfuboltalandsliðið skipað drengjum sextán ára og yngri tapaði stórt gegn Pólverjum í öðrum leik liðsins á EM í Saravejo. Lokatölur 105-75.

Ísland byrjaði af ágætum krafti og var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta en þegar í hálfleik var komið var munurinn níu stig, 53-44.

Ísland spilaði afleitlega í þriðja leikhluta. Pólverjarnir gengu á lagið og unnu leikhlutann með nítján stigum, 30,11, og eftirleikurinn var því auðveldur.

Munurinn varð að endingu 30 stig en Pólverjar skoruðu 105 stig gegn 75 stigum okkar manna. Stigahæstur Íslands var Hilmir Hallgrímsson með 21 stig en Sveinn Bergisson gerði ellefu.

Á morgun mætir liðið Ungverjalandi sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum; gegn Finnlandi og Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×