Körfubolti

Breyttu aldargamallri kirkju í körfuboltasal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér er dæmi um körfuboltaleik í kirkju en myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. Hér er verið að spila í Pálskirkjunni í London.
Hér er dæmi um körfuboltaleik í kirkju en myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. Hér er verið að spila í Pálskirkjunni í London. Vísir/Getty
Epiphany kirkjan í Chicago hefur fengið nýtt hlutverk þökk sé hjálp frá Nike íþróttavöruframleiðandanum.

Epiphany kirkjan var byggð árið 1855 en hefur verið lokuð frá árinu 2011.

Byggingin er á lista yfir sögufræga staði í Bandaríkjunum og hefur verið það frá árinu 1998.

Nike tók sig til fyrr á þessu ári og setti upp glæsilegan körfuboltavöll í kirkjunni og þar var engu til sparað eins og sjá má hér fyrir neðan.





Þegar þessi nýja körfuboltakirkja var opnuð í dag þá mætti Scottie Pippen, sexfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls á staðinn.

Körfuboltakirkjan hefur fengið nafnið „Just Do It HQ at The Church" og menntaskólaliðin á svæðinu fá að æfa þar út ágúst.

Almenningur má einnig koma og skoða körfuboltsal kirkjunnar á laugardögum en þurfa þá að vera búnir að skrá sig á nike.com/Chicago.

Meira að segja búningsklefarnir eru magnaðir eins og sjá má hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×