Ráðdeild í Reykjavík? Katrín Atladóttir skrifar 17. ágúst 2018 07:00 Þegar vel árar eykst eigið fé landsmanna og skuldir minnka. Þar með lækkar fjármagnskostnaður og svigrúm skapast til fjárfestinga eða sparnaðar. Ekki er síður mikilvægt að opinberir aðilar standi sig og sýni ráðdeild. Að þeir lækki skuldir í uppsveiflu líkt og einstaklingar og fyrirtæki. Með því skapast svigrúm til að mæta mögru árunum og jafnvel til að minnka sveiflur, með framkvæmdum á samdráttartímum. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar lækkuðu því um rúmar 240 milljónir á dag eða um 10 milljónir á klukkustund. Ríkissjóður hefur náð góðum árangri á síðustu árum í lækkun skulda. Skuldir vegna grunnreksturs Reykjavíkurborgar hækkuðu um tæpa 15 milljarða á síðasta ári. Skuldirnar hækkuðu því um rúmar 40 milljónir á dag eða 1,7 milljónir á klukkustund. Skuldir Reykjavíkurborgar hækkuðu um meira en 50% frá 2014 til 2017. Reykjavíkurborg hefur ekki náð góðum árangri í lækkun skulda á síðustu árum.Er ekkert góðæri í Reykjavík? Á sama tíma og ríkissjóður hefur lækkað skuldir sínar hratt hafa skuldir Reykjavíkurborgar aukist hratt. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna borgarinnar og hagfelldar aðstæður til niðurgreiðslu skulda. Nýverið samþykkti borgarráð hækkun á lánsfjáráætlun um 897 milljónir króna. Heimild til lántöku á árinu 2018 er því 6,6 milljarðar króna. Nú er langt liðið á fordæmalaust hagvaxtarskeið hérlendis, þar sem tekjur borgarinnar hafa hækkað gríðarlega og skattheimta er með hæsta móti. Tíminn til að greiða niður skuldir er núna. Þrátt fyrir það hækka skuldir ár frá ári. Tekjur borgarinnar munu ekki vaxa út í hið óendanlega. Skuldir ríkisins lækkuðu um 10 milljónir á klukkustund á síðustu 12 mánuðum en Reykjavíkurborg jók skuldsetningu um 1,7 milljónir á klukkustund á síðasta ári. Reykjavíkurborg sýnir ekki ráðdeild í fjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Þegar vel árar eykst eigið fé landsmanna og skuldir minnka. Þar með lækkar fjármagnskostnaður og svigrúm skapast til fjárfestinga eða sparnaðar. Ekki er síður mikilvægt að opinberir aðilar standi sig og sýni ráðdeild. Að þeir lækki skuldir í uppsveiflu líkt og einstaklingar og fyrirtæki. Með því skapast svigrúm til að mæta mögru árunum og jafnvel til að minnka sveiflur, með framkvæmdum á samdráttartímum. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar lækkuðu því um rúmar 240 milljónir á dag eða um 10 milljónir á klukkustund. Ríkissjóður hefur náð góðum árangri á síðustu árum í lækkun skulda. Skuldir vegna grunnreksturs Reykjavíkurborgar hækkuðu um tæpa 15 milljarða á síðasta ári. Skuldirnar hækkuðu því um rúmar 40 milljónir á dag eða 1,7 milljónir á klukkustund. Skuldir Reykjavíkurborgar hækkuðu um meira en 50% frá 2014 til 2017. Reykjavíkurborg hefur ekki náð góðum árangri í lækkun skulda á síðustu árum.Er ekkert góðæri í Reykjavík? Á sama tíma og ríkissjóður hefur lækkað skuldir sínar hratt hafa skuldir Reykjavíkurborgar aukist hratt. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna borgarinnar og hagfelldar aðstæður til niðurgreiðslu skulda. Nýverið samþykkti borgarráð hækkun á lánsfjáráætlun um 897 milljónir króna. Heimild til lántöku á árinu 2018 er því 6,6 milljarðar króna. Nú er langt liðið á fordæmalaust hagvaxtarskeið hérlendis, þar sem tekjur borgarinnar hafa hækkað gríðarlega og skattheimta er með hæsta móti. Tíminn til að greiða niður skuldir er núna. Þrátt fyrir það hækka skuldir ár frá ári. Tekjur borgarinnar munu ekki vaxa út í hið óendanlega. Skuldir ríkisins lækkuðu um 10 milljónir á klukkustund á síðustu 12 mánuðum en Reykjavíkurborg jók skuldsetningu um 1,7 milljónir á klukkustund á síðasta ári. Reykjavíkurborg sýnir ekki ráðdeild í fjármálum.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun