Golf

Birgir Leifur í 67.sæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á Nordea Masters mótinu í morgun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og fór fram í Gautaborg í Svíþjóð um helgina.Eftir frábæran fyrsta hring þar sem Birgir Leifur lék á þremur höggum undir pari fór að halla undan fæti en hann paraði þó annan hring. Þriðji hringur gekk hins vegar verr en þá lék Birgir Leifur á fimm höggum yfir pari.Hann lék lokahringinn í morgun á einu höggi yfir pari og lauk því keppni á samtals þremur höggum yfir pari sem skilar honum 67.sæti í mótinu.Efstu menn eru nú að leika síðustu holurnar og stendur Englendingurinn Paul Waring best að vígi á samtals þrettán höggum undir pari.

Skorkort BirgisSkjáskotFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.