Golf

Birgir Leifur í 67.sæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á Nordea Masters mótinu í morgun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og fór fram í Gautaborg í Svíþjóð um helgina.

Eftir frábæran fyrsta hring þar sem Birgir Leifur lék á þremur höggum undir pari fór að halla undan fæti en hann paraði þó annan hring. Þriðji hringur gekk hins vegar verr en þá lék Birgir Leifur á fimm höggum yfir pari.

Hann lék lokahringinn í morgun á einu höggi yfir pari og lauk því keppni á samtals þremur höggum yfir pari sem skilar honum 67.sæti í mótinu.

Efstu menn eru nú að leika síðustu holurnar og stendur Englendingurinn Paul Waring best að vígi á samtals þrettán höggum undir pari.

Skorkort Birgis Skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.