Að semja um árangur Bjarni Benediktsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Efnahagsmál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun