Hækkun olíuverðs og íslenska krónan skýra 2,7 milljarða tap Icelandair Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. ágúst 2018 11:45 Icelandair tapaði 25,7 milljónum dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hækkun olíuverðs og óstöðug íslensk króna útskýra að mestu tapið að sögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra félagsins. Afkoma Icelandair á öðrum ársfjórðungi er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir en uppgjörið var birt í gær. Félagið sendi frá sér afkomuviðörun í síðasta mánuði svo hluthafar voru búnir að undirbúa sig fyrir slæmar fréttir. „Kostnaður hefur farið hækkandi, sérstaklega olíukostnaður sem hefur ekki komið inn í verðlag á miðum. Þannig að það er þessi meðalverðspressa sem við höfum bent á ofan á kostnaðinn sem er auðvitað stóra breytingin. Við höfum ekki náð þessu út í verðlag en það eru auðvitað fleiri þættir sem koma til, við erum að búa við íslenska krónu og hér má nefna fleiri þætti,“ segir Björgólfur. Stærsti kostnaðarliður Icelandair er laun. Þau eru greidd í krónum en bandaríkjadollari er uppgjörsmynt félagsins. Icelendair reiknar með að íslenska krónan muni veikjast í framtíðinni og er félagið að reikna með 2 - 2,5 prósenta veikingu hennar á næstunni. Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair. Ef vel er gáð má sjá skráningarstafina TF-ICE.Mynd/Boeing.Spár um hækkun meðalverðs brugðust Spár Icelandair um hækkandi meðalverð fargjalda á síðari hluta ársins hafa hingað til ekki gengið eftir. Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri en 27 flugfélög fljúga til Íslands í sumar. Á sama tíma hefur olíuverð hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrst olíuverð hefur ekki skilað sér út í miðaverð, hvar lendir þessi kostnaður? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi. Og það eru fleiri félög sem hafa sýnt breytingar, bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa sýnt þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en það eru ýmsir aðrir þættir í rekstrinum sem við getum haft meiri áhrif á,“ segir Björgólfur.Margþættar breytingar Icelandair Icelandair stendur á tímamótum. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Icelandair tapaði 25,7 milljónum dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hækkun olíuverðs og óstöðug íslensk króna útskýra að mestu tapið að sögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra félagsins. Afkoma Icelandair á öðrum ársfjórðungi er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir en uppgjörið var birt í gær. Félagið sendi frá sér afkomuviðörun í síðasta mánuði svo hluthafar voru búnir að undirbúa sig fyrir slæmar fréttir. „Kostnaður hefur farið hækkandi, sérstaklega olíukostnaður sem hefur ekki komið inn í verðlag á miðum. Þannig að það er þessi meðalverðspressa sem við höfum bent á ofan á kostnaðinn sem er auðvitað stóra breytingin. Við höfum ekki náð þessu út í verðlag en það eru auðvitað fleiri þættir sem koma til, við erum að búa við íslenska krónu og hér má nefna fleiri þætti,“ segir Björgólfur. Stærsti kostnaðarliður Icelandair er laun. Þau eru greidd í krónum en bandaríkjadollari er uppgjörsmynt félagsins. Icelendair reiknar með að íslenska krónan muni veikjast í framtíðinni og er félagið að reikna með 2 - 2,5 prósenta veikingu hennar á næstunni. Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair. Ef vel er gáð má sjá skráningarstafina TF-ICE.Mynd/Boeing.Spár um hækkun meðalverðs brugðust Spár Icelandair um hækkandi meðalverð fargjalda á síðari hluta ársins hafa hingað til ekki gengið eftir. Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri en 27 flugfélög fljúga til Íslands í sumar. Á sama tíma hefur olíuverð hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrst olíuverð hefur ekki skilað sér út í miðaverð, hvar lendir þessi kostnaður? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi. Og það eru fleiri félög sem hafa sýnt breytingar, bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa sýnt þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en það eru ýmsir aðrir þættir í rekstrinum sem við getum haft meiri áhrif á,“ segir Björgólfur.Margþættar breytingar Icelandair Icelandair stendur á tímamótum. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira