Körfubolti

Feðurnir léku saman hjá Haukum en nú eru synirnir í Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron er hann skrifaði undir hjá Barcelona.
Aron er hann skrifaði undir hjá Barcelona. vísir/getty

Í byrjun tíunda áratugsins spiluðu þeir Jón Arnar Ingvarsson og Pálmar Sigurðsson saman í feyknasterku liði Hauka í efstu deild körfuboltans hér á landi.

Haukarnir áttu mjög gott lið á þessu tíma en Haukarnir urðu meðal annars Íslandsmeistarar tímabilið 1987/1988 og bikarmeistarar 1985 og 1986.

Nú þrjátíu árum síðar eru þeir Jón Arnar og Pálmar orðnir fullorðnir menn en synir þeirra eru að gera frábæra hluti, í sitthvorri íþróttinni.

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska handboltalandsliðsins, hefur gert það gott undanfarin ár erlendis og spilað með mörgum af allra stærstu liðum Evrópu.

Nú spilar Aron með Barcelona en í morgun bárust fréttir af því að Kári Jónsson hafði samið við körfuboltalið Barcelona. Kári er sonur Jón Arnars og eiga því þeir Jón Arnar og Pálmar syni í einu stærsta íþróttafélagi í heimi.

Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður KKÍ, og mikill körfuboltaáhugamaður vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.