Körfubolti

Fimmta tapið kom gegn Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hópurinn á EM.
Hópurinn á EM. vísir/kkí

Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum átján ára og yngri tapaði fyrir Búlgaríu, 81-61, í umspilsleik á EM U18 í Skopje.

Eftir tapið, sem var það fimmta í sex leikjum á mótinu, er ljóst að íslenska liðið spilar um sæti þrettán til sextán á mótinu en riðillinn sem Ísland var í er hluti af B-deildinni.

Ísland byrjaði af krafti og var fimm stigum eftir fyrsta leikhlutann, 15-10, en í öðrum leikhluta fór allt í baklás. Liðið fékk á sig 27 stig og skoraði einungis þrettán og voru því 37-28 undir í hálfleik.

Áfram héldu Búlgararnir á bensíngjöfinni í öðrum leikhluta og unnu hann 18-15. Þeir voru því í góðum málum fyrir lokaleikhlutann, 55-43. Ekki náðu strákarnir okkar að koma til baka úr þessu og lokatölur 81-61.

Stigahæstur Íslendinga var Styrmir Þrastarson með sextán stig. Sigvaldi Eggertsson skoraði fjórtán stig og HIlmar Henningsson ellefu.

Þetta var fimmta tap Íslands í leikjum en leikurinn var hluti af umspili um níunda til sextánda sætið á mótinu. Nú er það ljóst að Ísland spilar um sæti þrettán til sextán.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.