Körfubolti

Stelpurnar steinlágu fyrir Portúgal í fyrsta leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birna Valgerður Benónýsdóttir.
Birna Valgerður Benónýsdóttir. Vísir/Andri

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri hóf leik í B-deild Evrópumótsins í dag en mótið fer fram í Austurríki. Andstæðingarnir voru stöllur þeirra frá Portúgal en hin liðin í riðlinum eru Kýpur, Georgía, Rúmenía og Finnland.

Skemmst er frá því að segja að portúgölsku stelpurnar höfðu nokkuð öruggan sigur en leiknum lauk með 29 stiga sigri Portúgals, 51-80.

Portúgal lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 20-40, Portúgal í vil.

Birna Benónýsdóttir skilaði góðu framlagi af bekknum og var atkvæðamest í íslenska liðinu með 12 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Anna Svansdóttir var næststigahæst með 10 stig.

Á morgun mætir íslenska liðið Georgíu en þær leika sinn fyrsta leik í kvöld þar sem þær mæta Rúmeníu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.