Körfubolti

Stelpurnar unnu 52 stiga sigur á Georgíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið á blað á Evrópumótinu í Austurríki eftir afar þægilegan sigur á Georgíu í kvöld.

Snemma var ljóst í hvað stefndi því íslenska liðið leiddi 33-7 eftir fyrsta leikhluta.

Yfirburðirnir algjörir og héldu stelpurnar áfram að auka forskotið þar til yfir lauk og unnu að lokum 52 stiga sigur, 93-41.

Ólöf Óladóttir var stigahæst í íslenska liðinu með nítján stig. Anna Svansdóttir kom næst með fimmtán stig.

Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Rúmenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en þær unnu 76 stiga sigur á Georgíu í gær, 115-39 og burstuðu Kýpur í dag, 72-46.

Strákarnir töpuðu fyrir Noregi

Strákarnir í U18 eru sömuleiðis að keppa á EM en þar er riðlakeppninni lokið og mættu strákarnir Noregi í krossspili B-deildarinnar í dag.

Eftir að hafa verið fjórtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta fór að halla undan fæti hjá strákunum sem töpuðu að lokum með átta stiga mun, 88-80.

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Sigvaldi Eggertsson skilaði einnig flottu framlagi; 15 stigum og 13 fráköstum.

Ísland leikur því um 15.sæti B-deildar og fer sá leikur fram í hádeginu á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.