Golf

Tiger heltist úr lestinni á þriðja hring | Thomas í kjörstöðu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Justin Thomas.
Justin Thomas. vísir/getty

Justin Thomas hefur þriggja högga forystu eftir þriðja keppnisdag á Bridgestone Invitational mótinu sem fram fer í Akron, Ohio í Bandaríkjunum um helgina.

Englendingarnir Ian Poulter og Tommy Fleetwood voru ásamt Bandaríkjamanninum Justin Thomas jafnir í fyrsta sæti á samtals ellefu höggum undir pari eftir tvo hringi en Thomas spilaði best þeirra í gær og er nú einn í fyrsta sæti á samtals fjórtán höggum undir pari.

Rory Mcllroy hefur blandað sér í baráttuna en hann er jafn Ian Poulter í öðru sæti á samtals ellefu höggum undir pari.

Tiger Woods spilaði hins vegar ekki nógu vel á þriðja hring eftir að hafa verið á meðal efstu manna eftir tvo hringi. Hann lék þriðja hring á samtals 73 höggum og féll niður um átján sæti. Hann er á samtals þremur höggum undir pari fyrir lokahringinn sem fram fer í dag.

Útsending frá lokahringnum hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 16:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.